Erum við snýkjudýrið?

"Hugsið um hvort manneskjur eru sníkjudýrið sem vex stjórnlaust meðan Covid-19 er ónæmiskerfi Móður jarðar? Loftið er hreinna. Vatnið er hreinna. Náttúran er byrjuð að jafna sig, dýr eru byrjuð að læðast inn í borgirnar. . . ."
 
Það var annar í páskum og það var Susanne sem fann þetta á FB og las fyrir mig. Ég bað hana að senda mér og svo færði ég mig um set og byrjaði að skrifa. Það hefur nú tekið mig tvær vikur.
 
Síðustu blogg mín hafa í stórum dráttum verið endurtekningar um nákvæmlega það sama, bara með smá breytingum á orðalagi og nöfnum, og verið um það að lifa lífinu nánast eingöngu innan minna eigin lóðarmarka.
 
Það finnast tölur um það að árið 0 hafi íbúar jarðar verið um 300 miljónir og að árið 1500 um 500 miljónir. Þetta eru tölur sem eru óstaðfestar og verða væntanlega aldrei staðfestar, en þær eru samt notaðar af stórum nöfnum í nútðiðinni. Árið 2010 vorum við svo um 6800 miljónir, eða um 23 sinnum fleiri en árið 0, og kröfur okkar margra eru gífurlegar.
 
Lífríkið stynur og jörðin annar ekki kröfunum og biður sér vægðar en í hroka okkar og græðgi tölum við ekki við þau.
 
Ætli ég að skrifa eitthvað um þessi mál og ætlist til að það sé hlustað á mig og tekið mark á mér þarf ég reyndar að lesa í háskóla í nokkur ár. En svo mun ég væntanlega ekki gera.
 
 
Þessi mynd er af honum föður mínum frá því hann var á að giska 74 ára gamall. Mér finnst sem svona húfa hafi fylgt honum næstum allt hans líf og þá hefur hann átt margar slíkar. Húfan sjálf var fest við derið með smellu. Mér er minnisstætt nokkuð í sambandi við þessar húfur hans og þar er ég mjög viss í minni sök. Stundum losaði hann um smelluna og dró derið lengra niður á ennið og sjálf húfan lyftist upp. Þá leit hann út eins og veðurhamur væri að bresta á og það var einmitt þannig. Ég var hræddur við þessi einkenni, en ég held að hann hafi ekki vitað sjálfur að hann gerði þetta en samt sem áður brast veðrið á.
 
Ég var oft hræddur við stormana sem buldu miskunnarlaust á gluggarúðum og báru með sér sand frá skaftfellskum auðnum þannig að eftir áratugi voru rúðurnar  þynnri á miðjunni en undir rúðulistunum.
 
Það er mín trú, og þó frekar vissa en trú, að meðan fólk bjó í fangi náttúrunnar ótruflað af hávaða nútímans, farsímum og flóknum rafeindatækjum margskonar sem trufla, ásamt gríðarlegu upplýsingaflóði, að þá hafi fólk fundið á sér mikið meira en við gerum í dag.
 
Þegar ég skrifa bloggin mín skrifa ég oft út frá þessu. Svo þegar vísindin eru mér sammála verð ég á vissan hátt glaður, en þó getur það líka gert mig smeykan eins og húfan hans pabba gerði fyrir nálægt 70 árum síðan.
 
 
Ég hef því miður ekki hugmynd um hver er upphafsmaður orðanna sem þetta blogg byrjar á, ég gáði því miður ekki að því, en það er einmitt það sem vísindamennirnir gera. En fyrir mér eru þau nokkuð sem okkur ber að hugleiða. Ég vona að fleiri blogg í þessum anda fylgi hér eftir.
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
RSS 2.0