Fínir marsdagar 2020

Skrifað daginn fyrir síðasta blogg eða svo.
 
Í fyrra var illgresið illvígara en nokkru sinni fyrr í laukholunni minni, laukholunni sem ég nefndi líka í síasta bloggi, og þegar ég hafði reitt arfa þrisvar sinnum um mitt sumar hætti ég að reita. Ég viðurkenndi að illgresið hafði sigrað mig en hugsaði því samt þegjandi þörfina. Það leið að hausti og ég sá engin merki þess lengur að það yfir höfuð hefði verið laukur þarna. Samt sótti ég lauk þangað all nokkrum sinnum svona rétt til að lífga upp matinn. Rigningar jukust eftir því sem leið á síðsumarið. Að lokum varð mín kæra laukhola einn fljótandi moldarleðja og ég ákvað að lokum að gleyma lauknum mínum fram á næsta vor.
 
Það var varla komið vor í fyrradag þegar ég laggði hjólbörunum mínum við laukholuna, greip stunguspaðann og byrjaði að fjarlægja moldina. Þannig ætlaði ég að sýna illgresinu fingurinn og moldina ætlaði ég að nota til að jafna skógarbotninn á ákveðnu svæði, sá síðan í þetta og slá í sumar. Þannig sýni ég illgresinu fingurinn.
 
 
 
 
En viti menn! Það var hellingur af lauk í beðinu og brátt er kominn tími á góða lauksúpu.
 
 
 
 
Það er ekki beinlínis vor í lofti en gott að vera úti fyrir það allra mesta. Í gær var sólskinsstund á veröndinni og fyrir fáeinum dögum var önnur stund þar ásamt kaffibolla og pínu gott með. Það var ekki beinlínis gott að vera á nærskyrtunnu en alla vega svo bjart að það var erfitt að horfa á móti sólinni.
 
 
 
 
Flesta daga hefur verið nægjanlega þurrt og gott göngufæri á skógarvegunum.
 
 
 
 
Í skóginum var kofi einn
en enginn var þar jólasveinn. :-)
 
 
 
 
Hvað ætli sjáist frá þessari beygju? og svo verður að fara þangað til að sjá og oftast er það önnur beygja. Eftir nokkrar ferðir eftir sama vegi lærist það utan til, en samt sem áður eru skógargönguferðir góðar gönguferðir. Þær verða ekki bara að vana, það er meira en svo.
 
 
 
 
Fyrir nokkrum árum var þetta hagi en nú er enginn þar á beit lengur og eigandinn gróðursetti greni. Svo verður hægt að ganga þennan skógarveg ár eftir ár og sjá gróðursetninguna verða að skógi.
 
Ég var í þann veginn að henda þessu bloggi í morgun en hætti við, ég vildi eiga það sem hluta af dagbókinni minni.
 
 
 
 
 
 

Alþjóðadagur skógarins

Hún Rósa dóttir mín hringdi til mín í dag til að benda mér á að í dag er Alþjóðadagur skógarins og takk fyrir það Rósa. Ég tek því af fullri alvöru því hér erum við að tala um svo stóran hluta af þeirri náttúru sem við lifum í og þurfum að gefa svo mikið meiri umhyggju en við gerum.
 
 
 
 
Eftir samtalið gekk ég út í skóg bara svona til að heimsækja hann í tilefni dagsins. Ég heimsótti fururnar sem ég talaði um í síðasta bloggi og gáði enn einu sinni að því hvort ég hefð ekki alveg örugglega gengið samviskusamlega frá þeim þegar ég flutti þær inn í "minn" skóg.
 
 
 
 
Það hafði ég vissulega gert og ég tók nýjar myndir af þeim vegna þessað þær voru svo fínar að ég fann fulla þörf fyrir að birta nýjar myndir af þeim. Það var talað um fjölbreytni í texta sem ég las um í dag á Alþjóðadegi skógarins og það var talað um mikilvægi skógarins fyrir allt líf. Væntanlega verður flutningurinn á þessum furum inn í "minn" skóg, flutningur sem ég talaði um í síðasra bloggi, stærsta framlag mitt í ár til að viðhalda fjölbteytni í mínum nálægasta skógi.
 
 
 
 
Það var ef til vill ekki bráð nauðsynlegt að banani á diski og mjólkurpakkning væri með á þessari mynd frá fyrra sumri, en það sýnir þó svo að ekki verður um villst nálægð okkar á Sólvöllum við skóginn. Stóra tréð hægra meginn á myndinni er ein af Sólvallaeikunum. Þessi eik er nálægt veröndinni og hingað til hefur hún verið svo frábær til að horfa á. Ég hef horft á hana ásamt fleiri eikum og öðrum trjám dag eftir dag ár eftir ár og hún hefur verið mér sem verðmætasta málverk í heimi.
 
 
 
 
En nú er þessi eik orðin svo stór að hún getur tekið að sér fleiri hlutverk. Ég þarf að skipta um mold í laukbeðinu mínu vegna þess að í henni hef ég ræktað lauk í mörg ár og illgresið hefur tekið sér yfirráð í þessari mold. Ég horfði á eikina og krónu hennar og skógarbotninn í kringum hana og hugsaði að hér ætti moldin heima til að gera slétta grund undir krónunni þar sem gott væri að sitja á heitum sumardögum. Svo hóf ég verkið í fyrradag og er nú búinn að flytja einar 20 hjólbörur á svæðið sem ég þarf að jafna vel, þjappa og valta og áður en langt um líður að sá grasfræi. Svo þegar ég fer að slá þetta verða dagar illgresins í þessari mold taldir.
 
 
 
 
Ég er gæddur alveg frábærum eiginleika, þeim eiginleika að vanmeta erfiðið og tímann við að koma ákvörðunum mínum í verk. Ef ég hefði alltaf áttað mig á því hefði ég kannski oft á tíðum látið vera að byrja. En það er mjög lítið af því sem ég hef ráðist í á seinni árum sem ég hef séð eftir þegar allt er tilbúið. Ekki vissi ég um þennan stein þegar ég byrjaði moldarvinnuna. Hann stakk upp skallanum þannig að ég hefði þurft margar hjólbærur af mold til viðbótar tik að hylja hann og geta slegið flekkinn. Ég horfði á hann og gafst svo upp í huganum og sá að hann yrði að vera.
 
En allt í einu ákvað ég að sækja járnkallinn og kanna betur. Að lokum lá steinninn á lóðinni og ég var himinn lifandi, fannst sem ég hefði verið sterkur. En það var meira útsjónarsemi en afl sem gerði mér þetta kleift. Það voru jarðvegsbætur fyrir eikina að losna við steininn frá stærðarinnar rót og fá mold í staðinn.
 
 
 
Þegar ég byrjaði verkið taldi ég að ég þyrfti aðeins skóflu og garðhrífu ásamt hjólbörunum en þegar upp var staðið þurfti ég allt sem stendur upp við tréð ásamt smálítið fleiru.
 
Ég gerði skóginum gott á Alþjóðlega skógardeginum með nærveru minni og skapaði mér og fleirum möguleika á að eiga góðar stundir með honum.
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail

Að finna hvernig brjóstholið vex að rúmmáli


Fallegan en lágskýjaðan dag í fyrrasumar gekk Jónas nágranni minn og skógarbóndi með mér inn í skóginn til að spekúlera með mér. Við skoðuðum meðal annars grenitré í litla skóginum mínum sem grenibarkarborrinn hafði gert að heimkynnum sínum sem líka þýðir dauða fyrir grenið. Ég mundi vilja hafa nokkrar stórar skógarfuruplöntur til að gróðursetja hér, sagði ég við Jónas, ef ófögnuðurinn skyldi gera útaf við grenin mín. Þú getur farið undir háspennulínuna hérna austan við og tekið eins margar furur og þú vilt og flutt hingað svaraði hann. Jónas kalla ég oft skógarbónda enda á hann 77 hektara skóg, en hann er verkfræðingur sem vinnur hjá fyrirtæki sem framleiðir stórar vélar sem meðal annars bora í gegnum fjöll.
 
 
 
What do you want to do ?
New mail
Laugardaginn 7. mars hélt ég af stað á bílnum og með gömlu kerruna mína og fór stutt hérna norður fyrir og síðan til austurs eftir skógarvegi og inn í skóginn þar til ég kom að háspennulínunni. Þar lagði ég bílnum og gekk af stað með vel brýndan stunguspaða og stóra greinaklippur.
 
Við að sjá álengdar þessi auðu svæði undir og við háspennulínurnar gæti maður haldið að þau séu slétt og greiðfær, en það er langt frá því. Þau eru þakin djúpri sinu og þar er mikið af kjarri og lækjarsitrur og skurðir með mjúkum botni liðast um allt, alla vega á þessu svæði og á þessum árstíma, og svo er svæðið alls ekki svo slétt sem sýnist.
 
 
 
 
En alla vega náði ég að stinga upp sex furur sem voru frá 80 og upp í 120 sm og svona til vara tók ég fimm furur sem voru mun minni. Ég ók með þetta heim og stillti þeim til bráðabirgða á staðina þar sem ég var búinn að grafa all vænar holur og hafa jarðvegsskipti. Eftir það var ég þreyttur og stirður og hætti, enda komið að kvöldi og ég búinn að ganga sjö og hálfan kílómeter á mjög óþægilegu undirlagi.
 
Daginn eftir, sunnudag, hlúði ég að þessum plöntum, bætti sandi og gróðrarmold kringum þær og rak niður bambuspinna til að binda þær við. Sama dag klippti ég til all margar eikur þar sem það var rétti tíminn til þess. Síðan var kvöld á ný. Ég gekk um sjö kílómetra þennan dag líka en á mun betra undirlagi.
 
Susanne var að vinna á sínum gamla vinnustað alla þessa daga og eftir að hún fór til vinnu eftir hádegi á mánudeginum settist ég við sjónvarpið til að fylgjast með þróun kóróna vírusins. Fréttirnar voru þungar, það var myrkur að baki orðanna og heimurinn virtist standa frammi fyrir vá sem fram að þessu bara hafði heyrt sögunni til síðan fleiri kynslóðir til baka.
 
Það setti að mér mikil ónot, beyg, sem ég hafði fram að því verið nokkuð farsællega laus við. Svo hélt ég áfram að fygjast með. Brjóstholið virtist verða þrengra, það var ekki pláss fyrir allt þar inni og ég var vissulega að verða veikur. Það var eins og loftið sem ég dró inn kæmist ekki alveg til skila.
 
Ég veit að allir þekkja þetta í ýmiskonar samhengi og ef einhver í samræðum segist alls ekki þekkja neitt þessu líkt, þá má alveg ljúka samtalinu því að það þá hefur sannleikurinn verið lagður til hliðar og ekki svo mikið meira að tala um. Í byrjun tíunda áratugarins lærði ég að takast á við svona hluti og sitjandi í stólnum heima hjá mér undir skógarjaðrinum tók ég ákvörðum um að lifa með lífinu.
 
 
 
 Ég fór út til að ljúka frágangi á furunum sem ég hafði slitið upp frá heimkynnum sínum og vildi láta vaxa mér til þóknunar í skóginum mínum. Þær áttu sér heldur ekki framtíð þar sem þær voru því að innan skamms hefðu komið kraftmiklar vélar sem mala niður allan runna og trjágróður á leið sinni. Þannig er það undir háspennulínum.
 
Með mér nú hafði ég hjólbörurnar með sandi og mold, snæri og skærum. Svo lagðist ég á hné við fyrstu plöntuna, batt hana við bambuspinnana, strauk með hlýju yfir jarðveginn í kringum hana og bætti á ef mér fannst þurfa. Ég reisti mig síðan upp og horfði á lífið sem ég hafði reynt að gera svo vel við að því mundi líða vel þar sem ég hafði valið því ný heimkynni.
 
Þannig hélt ég áfram plöntu af plöntu þar til umferðinni var lokið. Nú var ég að fullu búinn að ganga frá nákvæmlega eins og ég best gat. Ég fór heim með tómar hjólbörurnar og setti inn í geymslu. Ég setti snærið í vasann og skærin á ákveðið borð í ákveðinni geymslu. Svo fór ég eina um umferðina enn og leit yfir och líka til þess að njóta þess sem ég hafði gert eftir bestu vitund.
 
Ég fann hvernig brjóstholið hafði aukist að rúmmáli og loftið gekk svo létt og óhindrað niður í lungun og ég fann svo vel að ég var ekki veikur. Ég fann hvernig loftið straukst við lungnaveggina í hverri innöndun. Ég hjafði hlúð að lífinu í kringum mig, lífinu sem við mennirnir höfum gengið svo heiftarlega nærri að það á í vök að verjast.
 
Ég hefði getað sleppt því að tala um gönguna um skóginn með Jónasi og ýmsu fleiru sem ég hef sagt hér til að koma ákveðnum hlutum á framfæri. En meðan á göngu okkar Jónasar stóð í mínum litla skógi gekk umræðan út á að hlú að lífinu að baki húsanna okkar því að við vitum báðir að það hefur áhrif á líðan okkar og lífsgæði.
 
Það væri alls ekki fyrir alla að takast á við erfiðleikana eins og ég tala um hér þó að það hafi verið aldeilis frábært fyrir mig. Hver og einn verður að finna sína leið til að lifa áfram með lífinu.
 
 
 
Þessi skógarfura sem er líklega á fermingaraldrinum er að baki húsinu í átt að nágrönnum norðan við. Sjálfsáin er hún. Ég hef ekki fundið á gróðrarstöðum furuplöntur sem eru komnar svolítið á legg eins og þær sem ég valdi undir háspennulínunni. Þess vegna fór ég þá leiðina.
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
RSS 2.0