Alltaf upptekinn

Góðan daginn!
Það er ekki einfalt að vera ellilífeyrisþegi, bara enginn tími til að blogga. Nei, það er ekki alveg svona. Það er val á verkefnum se hér ræður. Nú erum við afar upptekin við að koma baðinu í nothæft stand á Sólvöllum og það er engin neyð að vinna við það. Það er virkilega gaman og mjög nauðsynlegt verk og svo fer það bara svona að það er ekki tími fyrir blogg rétt á meðan. Hér um daginn eftir heimasókn Þóris og Auðar var ég búinn að blogga einhver ósköp og viti menn; ég sparaði ekki bloggið og það bara hvarf aldeilis dásamlega auðveldlega. Ekki varð ég yfir mig glaður en ekki reiddist ég heldur. Það hefði ég gert fyrir einhverjum árum, hefði fokreiðst og reynt að finna gilda ástæðu fyrir atburðinum. En sannleikurinn var sá að ég var ekki í bloggstuði og textinn var alls ekki  góður svo að það var kannski best að svona fór. Heimasókn Auðar og Þóris tek ég fyrir síðar. Þau eiga það skilið að þeim séu gerð góð skil.

Nú hefur kólnað verulega í veðri og komið haust samkvæmt einhverri hefð segir veðurstofan. Það er vestlægur hægur andvari, hálfskýjað og 14 stiga hiti. Við komum heim í gærkvöldi til að fara í sturtu, borga reikninga og fleira, en nú eftir andartak verður stefnan tekin á Sólvelli.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Ferðast með Vestmannaeyjasystur um Södermanland

Í fyrradag sagi ég frá heimsókn barnabarnanna frá Vestmannaeyjum. Þær Guðdís og Erla höfðu mikinn áhuga á dýrum. Þess vegna fórum við í ferðalag um Södermanland þar sem finnast góðir möguleikar á að sjá ýmis dýr. Við vorum vel heppin og sáum trönur, hirti, dádýr og einhverja ofur uxa (samt ekki belgiska) sem höfðu alveg ógurlegt ummál á bógsvæðinu. Myndin hér er nefnilega af þessum uxum og þær systur standa í forgrunnu (þær virðast eitthvað áhyggjufullar). Um 40 hirtir voru á sama svæði en þeir eru mjög varir um sig og þegar við stigum út úr bílnum hurfu þeir til skógar. Villisvín eiga að vera þarna en þau gáfu ekki færi á sér að þessu sinni. Það var synd þar sem villisvínagrísir eru mjög fallegir, þverröndóttir.

Aðeins meira um dýr. í gærkvöldi eftir dimmumótin fór ég með vasaljós inn í nýju forstofuna og baðið á Sólvöllum sem enn er í byggingu. Og viti menn; það var leðurblaka þar inni. Svíar segja að það boði gott þegar leðurblökur sækja í hús. Erla og Guðdís; næst leitum við að leðurblökum líka.
Ferðast með Vestmannaeyjasystur um Suðurmansland

Eikin er fallin

Þessi gamla eik er fallin í valinn. Við komum þar við í þessari ferð en í vor komum við líka við þar ásamt Valgerði og Rósu. Þá var ekkert laufskrúð svo að munurinn er mikill og þá sagði ég frá þessari eik á blogginu. 
Eikin er fallin

Og aðeins litum við við í Vornesi

Þessi mynd hefði eiginlega átt að vera með þeirri næstu, en þarna standa þær systur undir ávöxtum hlaðið eplatré í Vornesi.
Og aðeins litum við við í Vornesi

Og aðeins litum við við í Vornesi

Afi þurfti aðeins að athuga með gamla launaútborgum og við notuðum tækifærið og komum við í Vornesi, vinnustað afa í rúm 11 ár. Ekki var illa hirt þar frekar en alltaf áður og þessi mynd er tekin út frá aðal innganginum. Okkur var boðið upp á kaffi, kirsuberjasaft og kökkur. Sannkallaðir höfðingjar í Vornesi að vanda og margir sjúklingar komu og heilsðu upp á afa, ömmu og barnabörnin.
Og aðeins litum við við í Vornesi

Stórheimsókn á Sólvöllum

Við höfum haft stóra heimsókn hér í Örebro og á Sólvöllum. Systurnar Guðdís og Erla og bróðirinn Kristinn og kærastan Karlotta komu í 10 daga heimsókn. Kristinn og Karlotta voru hluta af Svíþjóðardvölinni í Stokkhólmi en systurnar voru þeim mun meira í Örebro og á Sólvöllum. Afi og amma voru svona líka glöð og á myndinni má sjá ömmu létta á fæti með systrunum í berjamó í Sólvallaskóginum. Um kvöldið var ís með bláberjum.
Stórheimsókn á Sólvöllum

Kristinn og kærastan Karlotta sem er snjöll í golfi

Þær systur voru svo heppnar að hann Kristinn bróðir þeirra var á leiðinni til Svíþjóðar ásamt kærustunni sinni. Þær ákváðu í skyndingu að fylgja með og nú eru þær orðnar kunnugar á Arlandaflugvelli. Hver veit nema þær komi einar næst.
Kristinn og kærastan Karlotta sem er snjöll í golfi

Í skoðunarferð í Örebro

Örebrokastali sem byrjað var að byggja um 1100 og næstum lengst til hægri sést gafl sem er kantaður lengst uppi. Það er mjög gamall hluti. Svo er þessi kastali byggður upp gegnum aldirnar og breytt svolítið fram og til baka. Hann stendur á eyju út í Svartánni sem rennur gegnum miðja Örebro. Við hátíðleg tækifæri var skotið af fallbyssum sem eru á syllunum niður undir vatninu. Fyrir nokkrum árum vildi ekki betur til en svo að tróðið úr einni fallbyssunni lenti á einum áhorfenda sem stóð hinu meginn við tatnið og meiddi mannin eitthvað. Ég hef kallað það að þeir hafi skotið einn áhorfenda sem er orðum aukið, en hvað sem því líður eru menn hættir þessari hátðíðaskothríð að minnsta kosti að einhverju leyti.
Í skoðunarferð í Örebro

Með ömmu undir Sólvallaeikinni

Sólvallaeikin er sögð um 100 ára gömul sem þýðir að hún er kannski að verða fullorðin. Einhver sagði að eikur væru 100 ár að verða fullorðnar, svo væru þær fullorðnar í 200 ár og svo væru þær 100 ár að deyja. Vissulega verða eikur mikið, mikið eldri en þetta.
Með ömmu undir Sólvallaeikinni

Þessi mauraþúfa krefst virkilega athugunar

Þessi mauraþúfa við landamæri Sólvallaskógarins er allrar athygli verð. En þegar maurarnir voru farnir að fikra sig upp eftir stígvélunum var betra að fara að gæta sín.
Þessi mauraþúfa krefst virkilega athugunar

Sólvallakerran lestuð í Stokkhólmi

Þar sem Rósa og Pétur voru að skipta um innréttingu og allt annað í eldhúsinu sínu áskotnaðist Sólvöllum nýlegur, stór ísskápur. Þarna er fólkið að leggja síðustu hönd á lestunina í Kongsgatan og Valdís er á bakvið myndavélina eins og svo oft.
Sólvallakerran lestuð í Stokkhólmi

Nammi gott í Stokkhólmi

Á tacobar í Stokkhólmi, gott gott nammi gott
Nammi gott í Stokkhólmi
RSS 2.0