Samasafnið í Jokkmokk

Það var frábær sólskinsdagur í Jokkmokk í lok júlí. Það var þægilegur stuttermaskyrtu dagur og íbúar Jokkmokk heilsuðu gjarnan á götum og göngueiðum. Jokkmokk er sex kílómetrum norðar en Grímsey. Við höfðum borðað morgunverð hjá Cecilia á farfuglaheimilinu Ásgarði og haft skemmtilega stund með aldeilis ókunnugu fólki þar. Við gengum til Samasafnins. Að koma inn í hið fína andyrri að safninu var öðru vísi fyrir mig, svolítið sem önnur tilvera, og þess lengra sem við komum inn varð þessi tilvera enn meira frábrugðin því sem ég hafði áður upplifað.


Ég var í fyrsta skipti í Jokkmokk og á þessu safni. Susanne hafði verið nokkrum sinnum bæði í Jokkmokk og á safninu og hún rataði meira og minna hér hingað og þangað sem og á öðrum stöðum þar sem við höfum komið til á ferð okkar um Norrland.
 
 
 

Samasafnið er ekki bara áhöld og áþreifanlegir hlutir. Það er líka orð. Eitt af tví fyrsta sem við sáum þegar við gengum inn frá andyrrinu voru eftirfarandi orð sem eru töluð fyrir munn þeirra fyrstu sem fylgdu eftir ísaldarjöklinum inn í norðlægustu héruð landsins þegar hann hopaði:


                                         Stoppar við ströndina.
                                         Sanddyngja hækkar.
                                         Eldur fyrir matinn
                                         áhöld úr hvítum steini.


                                         Við fylgjum bráðinni.
                                         Þetta land virðist gott,
                                         hér getum við kannski verið.


Að lesa þessi friðsömu orð, horfa á textann í heild, velta vöngum, lesa hann aftur, eftir það var ég þakklátur fangi safnsins og gestur í framandi heimi. Mér fannst sem það væri svipað með Susanne, jafnvel þó að hún hefði verið hér áður. Allt í einu höfðu liðið nokkrir klukkutímar og við vorum ótrúlega þreytt, ánægð og svöng.


Á veitingahúsi safnsins borðuðum við síðbúinn hádegisverð, Jokkmokkbjúga með miklu kjötinnihaldi. Ung dökkhærð kona vann þar, trúlega Sami töluðum við um. Að lokum fórum við að tala við hana um frábæra safnið þeirra og mikið rétt;  hún var Sami. Annars hefði ég ekki fengið inngöngu i listaskóla Samanna í Jokkmokk útskýrði hún fyrir okkur. Jæja, segirðu það. Já, svaraði hún, það er skilyrði. Sáuð þið sýningu skólans spurði hún. Nei, við héldum ekki. Það var svo mikið að sjá að við höfðum ekki komist yfir það allt.


Hún lýsti fyrir okkur hvar sýningu skólans væri að finna og við gengum aftur inn í safnið. Mikið rétt. Við fundum þessa ótrúlegu sýningu sem voru hreinu listaverkin allt saman. En hvað hét hún? Og aftur til veitingahússins til að vita það og svo einu sinni enn inn á safnið. Þar sáum við þrjá hluti sem þessi unga Samakona hafði gert í skólanum og lagt til á sýninguna. Við sögðum henni frá því hversu fín okkur þótti vinnan hennar vera og hún var reglulega ánægð með það og við vorum reglulega ánægð með þau kynni sem við höfðum fengið. Að lokum gengum við þreytt, ánægð og þakklát áleiðis til gististaðar okkar og kíktum við í kaupfélaginu á leiðinni.
 
 
 
 

 
 
 
 
Hið mesta á þessum þremur myndum er skólavinna Samakonunnar, hennar sem vann á veitingahúsinu. Það er erfitt genom gler að taka myndir sem sannarlega sýna hversu fullkomlega gallalaust allt þetta er gert. Á neðstu myndinni er brúðarkróna sem er nútímalega útfærð en samt samkvæmt listrænum stíl Samanna.
 

Ég hef verið á byggðasöfnum á Íslandi og í Austursund í Svíþjóð og þar á milli er margt líkt. En að koma á Samasafnið í Jokkmokk, það er allt öðruvísi.
 
 
Í skólavinnu Susanne varðandi líknarhjálp er hluti af vinnu hennar að kynna sér siði og hefðir Samanna sem lúta að síðustu stundunum í lífinu, jarðarfarir og fleira í því sambandi. Við höfum að hluta lesið saman um þetta en Susanne þó mikið meira og hún hafði sagt mér frá. Þetta varð til þess að ég var ennþá opnari fyrir öllu sem viðvíkur sögu Samanna. Susanne notaði ferðina líka til að safna að sér efni í verkefnið sitt.
 

Ég byrjaði að sjá myndir frá Sömum sem barn. Ætíð síðan hefur mér fundist sem Samar séu öðru vísi, sérstakir. Sögur af lífsbaráttu þeirra, litríku fötin þeirra, silfurdjásn og skreytingar, jojkið (lappasöngurinn) þeirra með tilheyrandi dulúð og margt fleira. Allt þetta hefur mér fundist öðru vísi og þessi dagur í safninu þeirra hefur staðfest þetta. Þetta er lítið brot af því sem hægt er að segja um þetta frábæra safn.
 
 
Ég vil aftur til Jokkmokk.
 
 
 
 
 
 
 
Ég get ekki látið vera að birta þessa mynd sem er af mikið stærra og vistlegra húsi en það virðist vera. Þetta var sumarbústaður manns sem dvaldi mikið í Norrland. Þegar sumarhitinn fer að verða óþolandi væri gott að hafa svona hús á Sólvöllum og hafa veggina vel þykka.
RSS 2.0