Hún Valdís átti afmæli í gær

Hún Valdís átti afmæli í gær
65 ára afmæli Valdísar þann 24. nóvember. Fyrsta jólahlaðborðið í Örebro var þennan dag og við skelltum okkur þangað. Flest árin mín í Svíþjóð hef ég verið á jólahlaðborði á góðum veitingastöðum á vegum vinnunnar. Valdís hafði hins vegar aldrei farðið í svona stórveislur og nú var tími til kominn. Þessi sænsku jólahlaðborð eru feikna vegleg og þegar ég fór fyrstu ferðina til að hlaða á diskinn minn taldi ég rúmlega 80 sortir og möguleika í trogum, á bökkum og í minni og stærri krúsum. Þessa talningu hef ég aldrei framkvæmt fyrr en oft hugsað mér að gera það. Það var hlýlegt og notalegt að koma inn í húsið, strákurinn sem snerist í kringum okkur var þægilegur og tók að sér að taka mynd af okkur. Þetta var gott kvöld. Sjálfur komst ég lítið lengra en að gæða mér á þeim mörgum laxréttum sem í boði voru. Hér fyrir neðan eru fjórar myndir frá samkvæminu.

Valdís mitt á meðal krásanna

Valdís mitt á meðal krásanna
Eftir að Valdís hafði gengið einn rannsóknarhring stillti hún sér við endann og byrjaði þar.

Rósa velur úr krásunum

Rósa velur úr krásunum
Þetta hérna er sko reglulega gott fullyrti Rósa

Tengdafeðgar

Tengdafeðgar
Þetta var meðan enn var beðið eftir gerið svo vel.

Tengdamæðgin

Tengdamæðgin
Þetta er flott mynd eða hvað?

Ég tók lagið

Það hefur gengið vel á Sólvöllum síðustu dagana. Þegar búið var að klæða alla veggi í forstofu og baði með krossviði í fyrradag, laugardag, varð ég svo glaður að ég söng fyrir Valdísi. Annars er það í umræðunni að fá Martin Eriksson með hljómsveit sína, E-Type, að leika og syngja fyrir gesti þegar klósett og bað verða formlega tekin í notkun. Þessi krossviður á veggjunum er kallaður byggingarkrossviður og er frekar grófur. Innan á hann á svo að koma gipsónett. Er ekki hugmyndin með E-type góð?
GB
Og svo hneigði ég mig

Og svo hneigði ég mig

Og svo hneigði ég mig fyrir Valdísi og velgengni á Sólvöllum
Og svo hneigði ég mig

Sveitin kallar

Já, sveitin kallar á ellilífeyrisþegann mign og bráðumellilífeyrisþegann hana Valdís. Mörg birkitrén hér á sléttunni undir Suðurbæjarbrekkunni, og nú er ég staddur heima í Örebro, eru þakin gulbrúnu laufi. Uppi í sjálfri brekkunni virðist ekkert lauf vera eftir. Það er logn, alskýjað og sex stiga hiti en á Norðursjó er talað um veðurhamfarir. Það lítur út fyrir góðan dag hjá okkur. Hafið góðan dag líka sem kannski lesið þessar línur.
GB

Fasteignin er einföld stuga byggð 1967

Hann Anders rafvirki var á Sólvöllum í dag. Að verki loknu leit hann yfir verkið og tryggði að ekkert hefði gleymst. Ég stóð við hliðina á honum og minntist þá auglýsingarinnar þegar Sólvellir voru boðnir til sölu. Í auglýsingunni stóð meðal annars: "Húsið er einföld stuga byggð 1967. Rafmagn er í húsinu og vatn úr borholu er í krana við húshornið". Þegar ég horfði á raflagnirnar í þessum vegg sýndist mér að húsið væri ekki einföld stuga lengur.
Fasteignin er einföld stuga byggð 1967

Valdís veit hvað þarf að gera

Valdís veit að það þarfa ð sinna fleiru en að byggja. Í dag bætti hún gróðrarmold á eplatré og önnur eðaltré sem gróðursett voru á árinu. Þetta mun ávaxta sig reglulega vel næsta sumar. Gamla garðyrkjubókin sem mikið var notuð í Sólvallagötunni í Hrísey er reyndar til á Sólvöllum. Lítið er hún notuð nú meira fyrir utan að finna íslensk nöfn á trján og runnum.
Valdís veit hvað þarf að gera

Og Valdís þétti með gluggum

Valdís tók vinkilinn sér í hönd og gluggatróðið og þétti með svefnherbergisgluggunum, nokkuð sem hafði beðið afar lengi, og viti menn; það lygndi í herberginu. Það var nefnilega vestan kaldi fyrri partinn í dag og glugginn á myndinni veit mót vestri. Seinni partinn var logn og afar fallegur snemmvetrardagur.
Og Valdís þétti með gluggum

Þeir sem aldri fara neitt

Þeir sem aldrei fara út fyrir landsteinana hafa ekki frá miklu að segja -eða hvað? Við Valdís erum ekki oft í utanlandsferðum en þeim mun oftar á Sólvöllum og höfum frá miklu að segja þaðan. Suma daga skeður lítið en aðra daga heil mikið. Í dag skeði heil mikið. Það var einn slíkur dagur. Að setja þilplötur innan á veggi er áfangi og ekki bara það, heldur alveg bráðskemmtilegur áfangi. En til að fylgja settum reglum verður víst að setja plastdúk á veggina áður en plöturnar eru settar upp og þá verður húsið gott hús. Mikið langaði mig til að sleppa plastinu og spurði marga hvort það væri nauðsynklegt. Þetta var víst bara leti hjá mér og þess vegna vonaði ég að sem flestir segðu að plastið væri alls ekki nauðsynlegt eða jafnvel að það væri stór varasamt. En svo setti ég þó að lokum plast innan á einangrunina áður en við klæddum með þilplötum. Þá kom í ljós að þetta er bæði létt vinna og auðveld. Hvað hafði ég verið að reyna gera þetta erfitt fyrir mér. Svo þegar heim var komið í kvöld hittum við hann Kenneth smið hér úti á plani og ég spurði hann hversu nauðsynlegt þetta væri. NAUÐSYNLEGT! sagði Kenneth með áherslu. Það er byggt mikið í Örebro núna, sagði hann, og hvert einasta hús er klætt innan með plastdúk. Það er sko engin tilviljun hélt hann áfram. Það var gott, þótti mér þá, að hafa sett plastdúk innan á einangrunina. Annars hefði ég gert mig að kjána.
Þeir sem aldri fara neitt

Allraheilagramessa

Það er allraheilagramessa um þessa helgi eins og fólk veit. Í Svíþjóð minnist fólk látinna um þessa helgi og mjög margir kveikja á kertum á leiðum eða í minnislundum. Valdís kom á þá frábæru hugmynd að gera eigin minnislund í Sólvallaskóginum. Hún keypti skreytingu og tvö kerti og svo var gerður minnislundur á þann ainfalda hátt að setja sand í skógarbotninn, þekja yfir með gulu og brúnu laufi af hlyn og leggja svo niður skreytinguna og kertin og kveikja ljós. Hversu einfalt sem helst og svo hugsuðum við til þeirra nánustu sem hafa kvatt jarðlífið. Þeir eru orðnir býsna margir. Svo gengum við til baka og okkar daglegu sýslur á Sólvöllum héldu áfram fram á kvöld.
 Allraheilagramessa

Og svo kom kvöld

Og svo þegar kvöldið kom varð kyrrðin yfir ljósunum í skóginum alveg sérstök. Við fórum heim í kvöld og  langaði til að láta lifa á kertunum úti í skógi, en þó svo að laufþykknið á skógarbotninum væri rakt, þá virtist það ekki viðeigandi að skilja eftir sig lifandi eld. Við slökktum því á kertunum en í fyrramálið kveikjum við á ný og látum loga langt fram á kvöld.
Allraheilagramessa
RSS 2.0