Og Valdís þétti með gluggum

Valdís tók vinkilinn sér í hönd og gluggatróðið og þétti með svefnherbergisgluggunum, nokkuð sem hafði beðið afar lengi, og viti menn; það lygndi í herberginu. Það var nefnilega vestan kaldi fyrri partinn í dag og glugginn á myndinni veit mót vestri. Seinni partinn var logn og afar fallegur snemmvetrardagur.
Og Valdís þétti með gluggum


Kommentarer
Starri

Heill og sæll!
Frétti af bloggi þínu hjá Rósu. Var að benda henni á gamla skólafélaga okkar sem eru um það bil að slá í gegn hér meðal mörlandanna og nefna sig "ljótu hálfvitana" og að sjálfsögðu borið fram með norðlenskum framburði! Þið getið notið tónlistar og ekki síður textasmíða þeirra kumpána á: http://www.myspace.com/ljotuhalfvitarnir
Svo má kannski benda þér á karl föður minn sem bloggar ýmislegt á: http://www.blog.central.is/stikill
bestu kveðjur
Starri

2007-11-03 @ 23:16:44
Guðjón

Blessaður Starri!
Það er langt síðan við höfum hittst, hvort heldur augliti til auglitis, bréflega eða á tölvuskjánum. En hitt er svo annað mál að við Valdís tölum æði oft um ykkur hjónin sem eitt sinn bjugguð í Uppsala. Oft hef ég líka "ætlað" að senda þér línu á skjáinn en ætla er annað en að gera. Þakka þér fyrir að þú brautst múrinn. Ég setti pabba þinn i favoriter. Kveðja til fjölskyldunnar þinnar frá okkur Valdísi.
GB

2007-11-04 @ 11:31:58
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Auja

Sæl verið þið. Kíki alltaf inn á síðurnar ykkar.
Gaman að fylgjast með ykkur. Tek undir þessi orð hjá "Starra"
Var á tónleikum með Ljótu hálfvitunum á föstudaginn. Það var alveg magnað, maðr kannast við nokkra "Húsvíkinga þarna"
en þeir eru 9 í hljómsveitinni og hver öðrum skemmtilegri.
Annars er veðrið leiðinlegt, hiti,frost,snjór,hálka.
Læt mig hafa það, erum á leið til Flórida 15.nóvember í 10 daga, það léttir á sálinni í myrkrinu hér. Annars allt gott, hitti Rósu Jónasar og börn í leikhúsinu hér á Akureyri og svo var Svana Birgis hér í heimsókn hjá foreldrum sínum. Mjög gaman að hitta þau og alltaf segir "heimþráin" til sín sérstaklega þegar maður hittir einhvern og les bloggin ykkar.

Knús og kossar frá okkur Þóri.
Auja

2007-11-05 @ 10:36:20
Guðjón

Þú ert þarna Auður, Svíþjóðartrygg að vanda. Gaman að fá kommentar frá þér. Bestu kveðjur frá okkur Valdísi til ykkar Þóris. Hlökkum til að sjá ykkur að sumri.
GB

2007-11-05 @ 19:29:13
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0