Fínir marsdagar 2020

Skrifað daginn fyrir síðasta blogg eða svo.
 
Í fyrra var illgresið illvígara en nokkru sinni fyrr í laukholunni minni, laukholunni sem ég nefndi líka í síasta bloggi, og þegar ég hafði reitt arfa þrisvar sinnum um mitt sumar hætti ég að reita. Ég viðurkenndi að illgresið hafði sigrað mig en hugsaði því samt þegjandi þörfina. Það leið að hausti og ég sá engin merki þess lengur að það yfir höfuð hefði verið laukur þarna. Samt sótti ég lauk þangað all nokkrum sinnum svona rétt til að lífga upp matinn. Rigningar jukust eftir því sem leið á síðsumarið. Að lokum varð mín kæra laukhola einn fljótandi moldarleðja og ég ákvað að lokum að gleyma lauknum mínum fram á næsta vor.
 
Það var varla komið vor í fyrradag þegar ég laggði hjólbörunum mínum við laukholuna, greip stunguspaðann og byrjaði að fjarlægja moldina. Þannig ætlaði ég að sýna illgresinu fingurinn og moldina ætlaði ég að nota til að jafna skógarbotninn á ákveðnu svæði, sá síðan í þetta og slá í sumar. Þannig sýni ég illgresinu fingurinn.
 
 
 
 
En viti menn! Það var hellingur af lauk í beðinu og brátt er kominn tími á góða lauksúpu.
 
 
 
 
Það er ekki beinlínis vor í lofti en gott að vera úti fyrir það allra mesta. Í gær var sólskinsstund á veröndinni og fyrir fáeinum dögum var önnur stund þar ásamt kaffibolla og pínu gott með. Það var ekki beinlínis gott að vera á nærskyrtunnu en alla vega svo bjart að það var erfitt að horfa á móti sólinni.
 
 
 
 
Flesta daga hefur verið nægjanlega þurrt og gott göngufæri á skógarvegunum.
 
 
 
 
Í skóginum var kofi einn
en enginn var þar jólasveinn. :-)
 
 
 
 
Hvað ætli sjáist frá þessari beygju? og svo verður að fara þangað til að sjá og oftast er það önnur beygja. Eftir nokkrar ferðir eftir sama vegi lærist það utan til, en samt sem áður eru skógargönguferðir góðar gönguferðir. Þær verða ekki bara að vana, það er meira en svo.
 
 
 
 
Fyrir nokkrum árum var þetta hagi en nú er enginn þar á beit lengur og eigandinn gróðursetti greni. Svo verður hægt að ganga þennan skógarveg ár eftir ár og sjá gróðursetninguna verða að skógi.
 
Ég var í þann veginn að henda þessu bloggi í morgun en hætti við, ég vildi eiga það sem hluta af dagbókinni minni.
 
 
 
 
 
 


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0