Hannes barnabarn

20. mars 2023
 
Alldeilis nýlega skrifaåi ég blogg um vinnu mína í skóginum heima hjá mér. Þegar ég gerði uppkast að þessu bloggi sat ég í íbúð Susanne í Katrineholm og fór í huganum yfir það sem ég er að gera um þessar mundir og vil gera hér í lífinu. Svo byrjaði ég að skrifa
 
Susanne fór fyrir stundu í æfingasal þar sem hún hlúir að heilsu sinni. Á meðan ætla ég að borga barnabarni mínu Hannesi skuld sem mér ber að greiða honum. Ég nefndi hann ekki á nafn í síðasta bloggi þegar ég skrifaði um "mína" vinnu í skóginum -en hann var með í þessari vinnu í nokkra daga hérna um daginn. Fyrirgefðu Hannes
 
 
Ingen fotobeskrivning tillgänglig.
 
Ég held bara að Hannes hafi alltaf verið glaður þegar hann hefur komið á Sólvelli og hjálplegur hefur hann líka verð. Bara að hlæja eins og hann gerir á myndinni. Þá lifnaði allt við.
 
 
 
Af einhverjum ástæðum ber þessa mynd oft fyrir augu mér og árlega kemur hún upp sem minning sem Facebook bíður mér upp á að deila. Alltaf þegar ég sé myndina hugsa ég sem svo að þarna hafi okkur báðum fundist sem við værum að vinna saman -sem við eiginlega vorum að gera. Þó í sitt hvorum heimi.
 
 
 
Árin hafa liðið fljótt og óstöðvandi. Hannes og mamma hans voru í heimsókm á Sólvöllum um síðustu mánaðamót. Þá nefnilega hjálpaði hann mér. Þegar ég allt í einu horfði á eftir þessum karlmanni með viðarkubba undir sitt hvorum arminum, þá sá ég virkilega að árin höfðu liðið. Venjan er að taka myndir á móti fólki en þessi var bara svo fín að ég stóðst ekki mátið þó að hún væri af baksvipnum. Og svo þetta; mér finnst svolítið óþægilegt að ná þó þetta stórum kubbum frá jörð og upp undir sitthvorn arm, en hann sem er þrettán ára fór létt mneð það.
 
 
 
Í annað skipti mætti ég honum með hjólbörurnar nákvæmlega jafn mikið hlaðnar og ég hef þær sjálfur. Ja hérna Hannes, þú ert hraustur strákur.
 
 
 
Viðargeymslan er gott hús og mér sýnist að Hannesi líði vel þar inni. Þarna er hann að kljúfa tré sem við felldum daginn áður eða svo, og hann flutti heim. Og svo má ég bara til með að segja frá einu enn. Keðjusagir eru ekkert að leika með en þær eru mikilvirk verkfæri. Mig grunaði að það væri leiðinlegt fyrir Hannes að bara horfa á þegar ég sagaði. Svo sagaði hann lítið birkitré niður í búta og við fórum báðir mjög varlega. Eftir á sagði hann að þetta hefði verið gaman, en ég þarf ekki að saga meira núna bætti hann við. Hann skildi að það var ábyrgðarhluti að gera þetta.
 
 
 
Hún Rósa mamma Hannesar og dóttir mín tekur mikið af myndum af fólki og sýnir þær gjarnan. En það er einkennilegt hvað það gleymist oft að taka myndir af henni. Þessa mynd tók hún af okkur í Vadköping í Örebro þar sem við höfðum verið að skoða ýmsan varning sem ekki liggur á lausu í hvaða verslunum sem er.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0