Gamalt hús skal halda sálu sinni

Rósa og Pétur keyptu í sumar litla íbúð sem var við hliðina á þeirri sem þau hafa búið í í nokkur ár í Stokkhólmi. Verktaki opnaði á milli íbúðanna og setti í hurð. Svo þurfti að breyta og lagfæra til að íbúðirnar pössuðu saman, meðal annars að fræsa ótrúlega mikið af raflögnum inn í veggina. Húsið er 120 ára gamalt múrsteinshús og ég hugsaði sem svo að ég ætti að vera þeim til hjálpar með þetta en fannst ég búa við algera vanþekkingu varðandi vinnu við svo gömul hús. Jafnvel þó að ég hafi pappíra upp á það að ég sé husasmiður þorði ég ekk að bjóða hjálp mína. Ég hafði heldur ekki unnið sem smiður í tæp 40 ár fyrir utan vinnu við eigin byggingar hér á Sólvöllum þar sem allt er úr viði. Nei, ég þorði ekki og það var heldur aldrei talað um það.
 
Þau réðu verktaka í þetta sem einhver hafði bent á og sem hafði virst efnilegur þegar þau hittu hann þar heima. Síðan hóf hann framkvæmdir.
 
Fáeinum vikum seinna hringdi Rósa til mín, greinilega áhyggjufull, og sagði að verkið hefði gengið úr skorðum, verktakinn hefði ekki staðið undir nafni og ég skildi að þetta hefði orðið einn hrærigrautur. Þá skeði eitthvað innra með mér. Ég sagði án þess að vera beðinn að ég kæmi. Einhverjum degi seinna var ég þar og það var mikið á hvolfi við að líta yfir vinnustaðinn. Eftir hálfan dag þar sem ég bara gekk fram og til baka og eftir að hafa sofið þokkalega nóttina eftir vorum við Pétur mættir í Bauhaus. Síðan byrjaði ég að kasta múrblöndu með höndunum í allt of djúpar skorurnar sem verktakinn hafði brotið í veggina fyrir raflögnunum. Í stórum dráttum gekk ekki að nota múrskeið og magnið í hverju kast var kannski á við hænuegg. Dagarnir liðu hver af öðrum og hver múrblöndupokinn af öðrum hvarf inn í veggina.
 
 
 
Þegar 120 ára gömlu gereftin á gluggum og hurðum sem alls ekki stóð til að taka burtu höfðu samt verið tekin stundi íbúðin þegar hún fann sig vera að tapa sálu sinni. Svo stórt inngrip í svo gamla íbúð sem þessa veldur óæskilegum afleiðingum. Gereftin kringum þessa hurð voru þræl límd við vegg og karm eftir fjölmargar málningarumferðir í meira en hundrað ár og gamla múrhúðunin byrjaði að losna. Þegar hún féll niður á gólfið losnaði líka neðsta lagið af múrsteinunum sem voru lagðir í boga yfir hurðina fram í stigahúsið árið 1896 og var ætlað að gefa styrk yfir hurðinni. Eitt leiddi af öðru. Aðeins einn steinn var eftir og ekkert að negla nýju gereftin í þegar þau kæmu. Hér var bara að byrja ypp á nýtt.
 
 
Eftir að hafa sett upp múrnet og eftir margar umferðir af múrblöndu byrjaði veggurinn að fá á sig lögun, líka vinstra megin við dyrnar.
 
 
Með múrskeið í annarri hendinni og heimagert, frumlegt múrbretti í hinni. Samkvæmt myndinni er mikið eftir, kannski endalaus handtök að vinna. En ég legg sjálfan mig að veði að þessi litla íbúð sem hefur orðið fyrir svo miklu mótlæti skuli fá til baka sálu sína og verða notalegur bústaður sem gefur íbúum sínum trygga búsetu í öll ár framvegis. Ég veit að ég mun framvegis líta gömlu húsin í Stokkhólmi öðrum augum þegar ég geng eftir gangstéttunum þar því að nú hef ég séð og haft hendurnar á múrsteinum, nöglum og viði sem byggingaverkamennirnir handléku í lok nítjándu aldarinnar. Víst er það frábært. Og að hugsa sér að hús og íbúðir hafi sál sem ekki má tapast, víst er það frábært líka.
 
Þar sem ég sat í lestinni í gær og hugsaði um þetta kom upp í huga mér annað tilfelli þar sem ég varð kjarklaus og það var haustið 1993. Þegar ég byrjaði á þessu bloggi byrjað ég án þess að hugsa um það að skrifa um það atvik. Þær línur vistaði ég og nota seinna.

Verktakinn sem ég hef talað um er örugglega góður þar sem hann kann sitt fag, en nú er ég viss um að tilfinning mín fyrir gömlum húsum, jafnvel þó að ég kunni ekkert um þau, gefur mér meiri færni til að framkvæma þetta en ég hélt áður. Ég óska bara að ég hefði skilið það fyrr.

 

------------     *****     ------------

 

Það er sunnudagurinn 23. oktober og ég sit einn heima. Susanne er í vinnu. Í gær vaknaði ég í Stokkhólmi. Eftir morgunverðinn gekk Rósa út og víst grunaði mig hvað hún ætlaði að gera. Ég úðaði vatni á það sem ég hafði múrhúðað daginn áður. Þegar hún kom til baka bað hún mig að koma fram að matarborðinu í eldhúsinu. Gerðu svo vel sagði hún og benti afar fíngerðan pappakassa sem lá á borðinu.
 
 
Gerðu svo vel hafði hún sagt. Á myndinni hér fyrir ofn sjáum við það sem var í pappakassanum. Það er tölva sem er í háum gæðaflokki.
 
 
Og nú sit ég við borðið heima, 74 ár gamall, og skrifa blogg með þessari gjöf frá dóttur minni. Það er merkilegt þetta líf. Kærar þakkir fyrir Rósa mín.
RSS 2.0