Frá í september -uppskeruhátðið

Þegar ég varð sextugur sl vor komu þær systur, Rósa og Valgerður, í heimsókn. Þá voru gróðursett kirsuberjatré og tvö eplatré eins og getið var um í bloggi á vormánuðum. Þegar eplatrén voru keypt sagði afgreiðslukona og eplatrjáasérfræðingur að trén bæru ekki ávöxt fyrr en eftir einhver ár. Svo fór nú samt að örfá blóm komu á annað eplatréð og síðar kom í ljós að eitt epli hafði komið undir. Þetta epli bara stækkaði og stækkaði og þann 23. september þegar Rósa og Pétur voru hér í heimsókn dæmdist eplið fullþroskað og Rósa sleit það af stilk sínum. Eitt epli og við vorum fjögur. Hvernig því var deilt niður kemur fram á næsta blokki hér fyrir neðan. Það virðist vera gróðursæld á Sólvöllum.
Frá í september -uppskeruhátðið

Og svo var því skipt í fjóra jafna

Svo var eplinu skipt í fjóra jafna hluta og og við smökkuðum öll á uppskerunni.
Og svo var því skipt í fjóra jafna

Það er langur á henni halinn

Þetta er merkileg mynd. Það sem leynist innan í þessari upprúlluðu yfirbreiðslu eru átta beykitré sem við sóttum í beykiskóg sem er við lýðháskóla í Södermanland, skammt frá Vornesi þar sem ég vann áður og skammt frá litlum bæ sem heitir Vingåker. Í fyrra sóttum við fimm beykitré í þennan skóg og gróðursettum í Sólvallaskóginum. Í Vingåker verða menn bara glaðir ef einhver nennir að koma og grisja skóginn fyrir þá. Þessi fimm tré komu mjög vel undan vetri. Það benti til að það væri hægt að rækta beyki á svæðinu þó að engin slík hafi fundist þar fyrir. Því fórum við aftur í vor og sóttum átta til viðbótar og það lengsta var 4,5 metrar, eða fimm metrar með rótarkögglinum. Því lítur kerran út eins og sjá má. Kerran er nefnilega bara tveggja metra löng. Hér neðan við eru þrjár myndir til viðbótar sem fjalla um beyki.
Það er langur á henni halinn

Svona lítur stofninn út á beykitré

Svona lítur stofninn út á beykitré. Þessi stofn er að vísu dálítið svartflekkóttur. Myndin er tekin í útjaðri beykilundarins við lýðháskólann við Vingåker.
Svona lítur stofninn út á beykitré

Góður árangur eftir sumarið

Það eru fínir brumhnapparnir eftir sumarið. Þeim hefur liðið vel í Sólvallaskóginum sem gefur von um góða framtíð. Við getum miðað stærðina á þeim við nöglina á Valdísi. Það er ekkert feil með þennan vöxt og fallega koma þessir brumhnappar til með að brosa mót maísólinni að vori. Og góður getur vöxturinn orðið.
Góður árangur eftir sumarið

Beykiskógur á Skáni

Við Valdís komum að vísu ekki til með að sjá svona fallegan beykiskóg á Sólvöllum. Þessi mynd var tekin í hópferð sem við tókum þátt í niður á Skán í fyrra. Þar eru víðáttumiklir beykiskógar sem sýna óendanlegan breytileika og ótrúlega fallegar myndir, sérstaklega þegar inn í skóginn er komið.
Beykiskógur á Skáni

Beykiskógur á Skáni

Já, ekki fáum við Valdís nú að sjá svona beykiskóg á Sólvöllum.


Beykiskógur á Skáni

Svona lítur stofninn út á beykitré

Beykitré í útjaðrinum á beykilundinum við lýðháskólann. Reyndar er þetta tré með flekkóttan börk en venjulegra er að börkurinn sé bara ljósgrár.
Svona lítur stofninn út á beykitré

Það er langur á henni halinn

Í fyrra fórum við til Vingåker og að lýðháskóla sem þar er og fengum að taka fimm beykiplöntur



Það er langur á henni halinn

Mjólkin rennur

Það var rétt að verða bjart í morgun, sunnudagsmorguninn 7. október 2007 og eftir því sem best varð séð rann mikil mjólk suður Krekklingedalinn. Það var fallegur morgun í morgun en nokkuð kaldara en undanfarna morgna eða um 6 stiga hiti.



Mjólkin rennur
RSS 2.0