Það er langur á henni halinn

Þetta er merkileg mynd. Það sem leynist innan í þessari upprúlluðu yfirbreiðslu eru átta beykitré sem við sóttum í beykiskóg sem er við lýðháskóla í Södermanland, skammt frá Vornesi þar sem ég vann áður og skammt frá litlum bæ sem heitir Vingåker. Í fyrra sóttum við fimm beykitré í þennan skóg og gróðursettum í Sólvallaskóginum. Í Vingåker verða menn bara glaðir ef einhver nennir að koma og grisja skóginn fyrir þá. Þessi fimm tré komu mjög vel undan vetri. Það benti til að það væri hægt að rækta beyki á svæðinu þó að engin slík hafi fundist þar fyrir. Því fórum við aftur í vor og sóttum átta til viðbótar og það lengsta var 4,5 metrar, eða fimm metrar með rótarkögglinum. Því lítur kerran út eins og sjá má. Kerran er nefnilega bara tveggja metra löng. Hér neðan við eru þrjár myndir til viðbótar sem fjalla um beyki.
Það er langur á henni halinn


Kommentarer
Anonym

Það er naumast! Það er bara uppdaterað eins og ég veit ekki hvað. Kveðja, R.

2007-10-08 @ 16:12:01
Valgerður

Ég var u.þ.b. hætt að kíkja inn á síðuna þar var einfaldlega alltaf sami textinn.
Kveðja til ykkar skógarálfanna.

VG

2007-10-27 @ 11:37:10


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0