Ánægður með að hafa gert það

Ég var hjá Volvo í Örebro fyrir um það bil fjórum vikum síðan og sótti nýjan bíl. Fyrir mig var það heilmikið að fjárfesta í nýjum bíl, jafnvel þó að það væri lítill bíll. Lítill en ekki pínu lítill. Þessi viðskipti hafa tekið pláss í höfði mínu í þrjú eða fjögur ár, jafnvel meira. Ég hafði frestað, beðið aðeins lengur, beðið eftir nýjum uppfinningum og nefndu það bara, en í fyrsta lagi var ég bara kjarklaus. En ég hafði allan þennan tíma verið viss um að ég kæmi til með að gera þetta. Það fjallar um samvisku mína.
 
Viðskiptunum lauk með að ég skrifaði á ótrúlega mikið af pappírum sem þurfti til að taka bíl á langtímaleigu. En það var ekki bara það. Rafbíll gerir kröfu um nýja þekkingu, alla vega fyrir mig. Hún var mjög þolinmóð bílasalinn þegar hún reyndi að fá mig til að skilja hluta af þessu. Að lokum fann ég að ég var orðinn býsna ringlaður af öllu þessu og horfði á móti dyrunum sem ég brátt átti að keyra gegnum til að komast út. Við vorum tilbúin og og ég sagði; Pethra, viltu keyra bílinn út fyrir mig? Það var svo sjálfsagt og svo keyrði hún út bílinn án þess að hlægja að mér. Þar settist ég undir stýri og hélt heimleiðis, svolítið skömmustulegur fyrir að keyra ekki út sjálfur.
 
Ég hafði oft prófkeyrt rafbíla á kjarklausu árunum en nú var það allt öðru vísi. Þvílík græja Björnsson! Eftir nokkra kílómetra ók ég af hraðbrautinni og inn á veg móti Sólvöllum. Þá komu háu ljósin sjálfkrafa á og litlu seinna kom bíll á móti og ljósin lækkuðu aftur sjálfkrafa. Ánægður með sjálfan mig bankaði ég létt með fingrunum á stýrið og hugsaði að nú þurfa þeir sem koma á móti ekki lengur að minna mig á að lækka ljósin. Gírkassin sjálfskiptur, hljómurinn í útvarpinu vissulega alveg magnaður þó að ég veldi í fyrsta lagi að hafa það hljótt á leiðinni heim. Leiðsöguskjárinn stór og greinilegur og bílasalinn tengdi símann minn inn á kerfið. Ekki lélegt þetta!
 
 
 
 
 
Ef einhver spyr hvað veislan kosti kem ég til með að segja að ég velti því ekki fyrir mér. Ég hef verið í dálítilli vörn hvað kostnaðinn áhrærir en ég hef sleppt því. Ég sem afi, langafi -og íbúi á móður jörð vil af öllu hjarta taka þátt í að létta undir með bataferli hennar, vera dálítið vís maður. Ég er bráðum áttatíu ára gamall en á leiðinni heim var ég reglulega hamingjusamur því að ég hafði gert það! og mér fannst ég vera mikið yngri en ég var. Og einn hlutur ennþá; þetta er ekki notalegasti bíllinn sem ég hef haft, þetta er sá "lang" notalegsti. Hvað þetta áhrærir hefur það eflaust áhrif að ég er mjög ánægður með framtak mitt.
 
Nokkur lokaorð. Fyrir all nokkrum árum síðan horfði ég á sjónvarpsþátt um Sama og þar var meðal annars talað við ungan hreindýrahirði. Án þess að geta notað nákvæmlega hans orð trúi ég að ég geti tjáð það sem hann meinti varðandi mikilvægan hlut: Við höfum jörðina einungis að láni meðan við erum hér og okkur ber skylda til að skila henni til baka eins og við tókum við henni.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0