Það er allt annað að sjá þetta

Syðst á Sólvallalóðinni hafa frá því við Valdís komum þangað verið tveir haugar. Þessir haugar hafa myndast hjá fyrri eiganda af laufi og alls konar úrgangi og að sjálfsögðu talsverðu magni af steinum. Það er nefnilega ekki hægt að styðja sig við stunguspaða í Krekklingesókn utan að það komi í ljós steinn. Einhverju bættum við Valdís við þennan haug á fyrstu tveimur árunum. Hún rósa dóttir okkar var búin að tala um hvenær við ætluðum að losa okkur við þennan haug. Það var líka svo vinsælt að reyna að fela drasl bakvið hauginn, en það bara tókst ekki að fela það svo að það var hin mesta óprýði að þessu öllu saman. Hann Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem oft hefur komið til okkar á Sólvöllum og einnig hjálpað okkur þegar hendur hafa ekki verið nógu margar, hefur einnig haft orð á því hvenær ég ætli að láta verða af því að fjarlægja haugana. Það var gott um pláss fyrir moldina bakvið húsið þar sem uppfyllingu vantaði þannig að það var ekki bara að haugarnir hurfu. Þeir komu að gagni. En það var mikið basl með rót  og stubb undan grenitré sem var áföst þessum haugum. Meira um það neðar. Ég hef sagt að ég hafi fjarlægt haugana og ég hef unnið við það að mestu. En Valdís hefur líka hjálpað og svo hefur hún til dæmis séð um að ég hafi fengið að borða ásamt svo mörgu sem hún annast á Sólvöllum. Ég lít á svona mokstursverk sem mín verk.

Svo svolítið um blogg. Ég þarf að læra meira um að blogga. Í fyrradag ætlaði ég að vera mjög sniðugur en þá fór ekki betur en svo að allar fyrri myndir hurfu. Þá var nú nærri að ég færi í fýlu og mikið óskaði ég þá að það væri til takki sem segir: Koma til baka. En hann fannst ekki og myndirnar komu ekki til baka.


?a? er allt anna? a? sj? ?etta
Já, það er bara allt annað að sjá þetta. Á morgun verður valtað, jafnað, sáð og valtað aftur.

Grútmontinn yfir árangrinum

Gaman að horfa á árangurinn.

Gr?tmontinn yfir ?rangrinum

Og svo kom hann Mikki bóndi

Ég réði ekki við að losa þessa rót með handafli. Stubburinn var of þungur og endalaust voru einhverjar rætur eftir að losa. Þá hringdi ég í hann Mikka bónda á Suðurbæ. Hann var kominn eftir svo sem sjö mínútur og á einni mínútu hreinsaði hann upp stubbinn og alla sýnilega rótaranga. Ég hefði getað sparað vinnu með þvi að hringja fyrr. Hann Mikki er afburða lipur nágranni.

Og svo kom hann Mikki b?ndi

Hv?l?kar r?tur

Hv?l?kar r?tur

Skerjagarðsferð

Skerjagar?sfer?

Skerjagarðsferð

157010-2

Valdís tekur formlega við nýjum bíl

Þarna, eftir jappl og jaml og fuður ákváðum við okkur að skipta um bíl og á myndinni er Valdís og bílasalinn, hann Nikulás, og eru rétt að enda við að skipta um lykla. Nýi bíllinn er svo mikið hærri að við setjumst inn í hann en við settumst niður í gamla bílinn. Allt annað líf.

Vald?s tekur formlega vi? n?jum b?

Í fyrramálið förum við svo eldsnemma af stað í skerjagarðsferðina. Við heyrumst eftir það.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Já, dag skiptum við um bíl

Athugið að það er bíllinn til vinstri sem er nýi bíllinn.

? dag skiptum vi? um b?

15. maí 2007

Myndin hér fyrir neðan er tekin í gær, þann 14. maí.

15. ma? 2007

En myndin ennþá neðar er tekin þann 14, apríl og það er munur á gróðri.

GB

.....en svona var það þann 14. apríl

...en svona var ?a? ?ann 14. apr?

Ég veit bara ekkert hvað ég á að segja

Klukkan er tíu og það er söngvakeppni. Ég get ekki sagt að ég sé yfir mig hrifinn en það hefur víst engin áhrif á gang mála hvað mér finnst. Svíinn er búinn að syngja og víst má hann vinna en ég hef stundum verið stoltari af sænsku fulltrúunum en ég er í þetta skipti. Það er eins gott að sænska þjóðin skilur ekki bloggið mitt en satt best að segja mundu þeir líka gefa skít í hvað mér finnst, svo gamaldags sem ég er.

Ég var að vinna í gærkvöldi, nótt og í morgun. Ég svo sem rataði á gamla vinnustaðinn án þess að nota vegakort. Ég vinn líka eftir hádegi á morgun fram á mánudagsmorguninn. Ekki vafðist vinnan mikið fyrir mér en eitt skal ég viðurkenna; ég var latur þegar ég átti að fara að leggja af stað í gær. Annars var bara gaman að þessu þegar á hóminn var komið. En í nótt var stuttur svefntíminn frekar órólegur. Ég hafði aldrei sofið í herberginu þar sem ég svaf, það marraði í rúminu þó að ég væri einn í því og þrír alkohólistar sem eru komnir vel yfir miðjan aldur voru að vafra út og inn um hurð sem var undir herberginu þar sem ég svaf. Hvað voru þeir svo sem að gera þarna út um miðja nótt? Jú, að reykja. Þetta eru fínir kallar en lífið þeirra sé fullt af sorg. Í kvikmynd sem gerð var í Vestmannaeyjum og fjallaði mikið um útgerðarmann sem átti afmæli í myndinni og sá fór út í einhverja eyju þar sem hann faldi sig og drakk sig svolítið fullan minnir mig. Skipstjórinn hans var sendur eftir honum á litlum mótorbát og á leiðinni til baka sagði útgerðarmaðurinn við skipstjóran sinn: Önnur hvor flaska er full af gleði og önnur hver flaska er full af sorg, en allar mínar flöskur hafa verið fullar af gleði. Ef útgerðarmaðurinn hafði rétt fyrir sér, sem ég dreg mjög í efa, þá hafa líklega alkarnir sem voru að reykja út undir berum himni í nótt fengið mikið af flöskunum sem voru fullar af sorg. Allir þessir þrír áttu til dæmis sameiginlegt  að þeir vildu ná sambandi við börnin sín. Að tala um börnin þeirra gerir það að verkum að þeir vilja helst snúa sér undan. Það er erfitt fyrir eldri menn að gráta. Mér þykir vænt um þessa kalla og þeim þykir líka vænt um mig.

Nokkru áður en kaffivélin kom til Akureyrar vorum við Valdís komin á Sólvelli. Þann 14. apríl tók ég mynd af Rósu, Valgerði og Valdísi undir birkikrónu nærri húsinu. Þann 14. maí ætla ég að taka mynd af Valdísi á sama stað og svo ætla ég að leggja þessar myndir inn á bloggið svo að hægt verði að sjá muninn. Þetta var það fyrsta sem ég skoðaði þegar við komum til Sólvalla í dag og eiginlega átti ég von á að munurinn væri meiri. En við sjáum til þann 14. Það hefur rignt og kannski skeður mikið á þessum tveimur dögum. Við hlúðum að ýmsu á Sólvöllum í eina þrjá tíma í dag. Að því búnu fórum við heim og borðuðum lambakjöt í kvöldmat. Hvað við erum rausnarleg að gefa öðrum kost á að vita hvað við borðum á laugardagskvöldi. Nú verðum við að vera mjög dugleg á Sólvöllum þangað til á miðvikudag í næstu viku. Á fimmtudag förum við í þriggja daga hópferð til Stokkhólms og út í Stokkhólms skerjagarð. En sunnudaginn þar á eftir, þ e a s þann 20. maí, verða þáttaskil á Sólvöllum. Þá verður lokið jarðabótum, grisjun, gróðursetningu, eldiviðarvinnu og tiltekt samkvæmt áætlun og samkvæmt áætlun á að byrja að nýju á byggingarvinnu þennan sunnudag.

Hér með er komið að háttatíma hjá mér miðaldra manninum. Meðan ég bursta kem ég til með að sjá fyrstu tölurnar í niðurstöðu söngvakeppninnar. Svo ætla ég að leggja mig. Mig grunar að Valdís vilji sjá lokaniðurstöðu keppninnar áður en hún gengur til náða.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Allir saman

Þessi mynd var tekin í lok heimsóknar þeirra systra, Valgerðar og Rósu. Hér fyrir neðan eru þrjár aðrar myndir frá þessari heimsókn. Þær sýna eiginlega að það er ekki nein hvíld í því að koma í heimsókn á Sólvelli því að þær sýna bara þrældóm (nei, það er ekki alveg svona slæmt). Ég vil gera þessari þriggja vikna gömlu heimsókn svolítið betri skil en ég gerði áður og kem því inn á hana aftur núna. Það var farið að kræla á vori þarna um miðjan apríl en í dag hefur alveg gríðarlega mikið skeð. Vorið er alltaf nýtt kraftaverk, nýtt kraftaverk á hverju vori ár eftir ár. >sjá neðar

Allir saman

Birkikvisturinn sem er svo óverulegur þarna við fætur okkar er orðinn allaufgaður og farinn að vaxa. Núna lokar hann fyrir stéttina með sýnu þétta, græna og hæverska laufskrúði. Birkið, hlynurinn, seljan eru orðin allaufguð og eikin er vel komin af stað. Aspirnar og askarnir reka svo lestina að venju. Meira að segja beykið, bæði þær fimm plöntur sem við sóttum til Vingåker í fyrra og þær átta sem við sóttum í vor, þær eru næstum allaufgaðar líka. Eiginlega var það mest um vert að sjá að allt beykið var á lífi. Það eru reyndar engar plöntur sem við sóttum í vor. Það voru tré upp í 4,5 metra á hæð. En þeir í Vingåker eru bara glaðir ef maður kemur og grisjar beykiskóginn þeirra. Hann Ove fyrrverandi vinnufélagi minn og náttúruunnandi varð nú alveg hissa þegar ég sagði honum hvað ég hefði sótt stór tré. En allt frá neðsta brumi til þess efsta á stærsta trénu er útsprungið. Og þið ættuð bara að vita hvað beykilaufið er fallegt. Ef allt fer fram sem horfir verður þetta beyki farið að setja svip á Sólvallaskóginn eftir fáein ár. Valgerður og Rósa komu líka með gróður sem kemur til með að setja svip á Sólvelli innan örfárra ára. það kemur fram með myndunum neðar.

Í dag vorum við Valdís til dæmis að ganga frá eldiviði fyrir næsta og þar næsta vetur. Við erum að byggja á Sólvöllum en vorverkin eru bara svo mörg að við meigum næstum ekki vera að því að byggja. En það er kosturinn við þetta allt samana að allt sem við gerum á Sólvöllum er skemmtilegt. Það er meira að segja skemmtilegt að losa kamarföturnar, bæði piss og kúk, vegna þess að það er svo rosalega gott að vera búinn að því. Þetta verk framkvæmi ég alltaf fyrst á morgnana með svo sem mánaðar millibili og nýt við það mikils fuglasöngs. Að því loknu þvæ ég mér vel og fæ mér svo morgunverð. Síðan byrjar venjulegur dagur. En engir dagar á vorin eru venjulegir dagar. Þeir eru allir boðberar þess að sköpunarverkið er stórkostlegt og minna á að það er skylda okkar að fara vel höndum um það.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Að fella tré


Það þurfti að fella ask sem bara mátti falla á einn veg með kannski tveggja metra fráviki. Þær systur tóku að sér að annast hvar tréð kæmi niður og tókst það upp á fetið eða svo. Daginn eftir komu tveir miðaldra menn í heimsókn og tóku nokkra granna aska sem eldivið (granna á ég við ekki hæfa sem smíðavið en askar spretta upp eins og gorkúlur á Sólvöllum). Ég bað þessa menn að hjálpa mér með eitt tré sem einnig varð að koma niður á mjög nákvæmum stað. Já já, það skyldu þeir gera. Svo sagaði ég tréð og þeir stjórnuðu hvar það kæmi niður. Það kom niður á geymsluþak en þó á sperruenda svo að skaði hljóst ekki af. GB

A? fella tr?

Unnið á Sólvöllum

Það er ekki hvíldinni fyrir að fara þegar fólk kemur í heimsókn á Sólvelli! Eftir að hafa fellt nokkra aska tók Valgerður til hendinni og dróg saman greinarnar í haug sem síðar var malaður í kurl sem notaðist í gönguleið um skógareignina. Rósa gróf og dróg upp stóra steina. GB

Unni? ? S?lv?llum


Sumir vinna og aðrir horfa bara á

Þær systur komu með stærðar kirsuberjatré með lestinni ásamt fleiri minni runnum. Svo var farið til Sólvalla með þennan skóg sem kom með lest til Örebro en ekki var gróðursett fyrr en daginn eftir. Á leiðinni til Sólvalla þann dag vildi Rósa alveg uppvæg kaupa tvö eplatré svo að hún geti fengið sér epli þegar hún kemur í heimsókn. Það er heldur ekkert vit í að vera sænskur hálfbóndi og hafa ekki eplatré í hlaðvarpanum. Við ætluðum að gera þetta en það var bara ekki komið í verk og hefði alls ekki gert það fyrr en á næsta ári ef Rósa hefði ekki tekið af skarið þarna. Svo var farið að grafa. Ég taldi að ég sem kall yrði að stjórna hakanum en Rósa þreif hann af mér og stjórnaði honum. Það olli mér nokkurri undrun að sjá hana nota haka. Valgerður stjórnaði skóflu en það er kannski nokkuð algengara en að nota haka. Ég fékk að horfa á og þykjast stjórna. GB

Sumir vinna og a?rir horfa ?

Mikið um umhverfi

Já, það er mikið um umhverfisástandið, gróðurhúsaáhrif og allt það. Hann sagði hann Ingvar kórfélagi hennar Valdísar og náttúrufræðingur þegar hann kom á Sólvelli til að lýsa yfir áliti sínu á staðnum áður en við keyptum, að þar ættum við að fella grenið og koma upp laufskógi í staðinn. Jörðin þarf á lauftrjánum að halda, sagði hann. Þar höfum við staðið okkur vel. Grenið hefur fengið að láta undan síga og það er ekki að sökum að spyrja að laufskógurinn þýtur af stað og leggur svæðið undir sig þegar honum er gefinn kostur á því. Þetta sagði Ingvar áður en umræðan náði því hámarki sem hún hefur náð nú. Ég held að ég fari rétt með að það séu daglegir þættir í sjónvarpi um þessi mál og ég var rétt að enda við að horfa á einn slíkan. Í viðbót við það sem kemur af sjálfu sér í skóginum okkar höfum við líka verið dugleg við að koma með lauftré og gróðursetja. Þar munar mest um beykið sem ég hef montað mig svo mikið af og vitið þið bara; beykið vex og vex alveg með ólíkindum. Varla var það komið í jörðina sem við gróðursettum í vor fyrr en það byrjaði að laufgast og sama var með það sem við gróðursettum í fyrra. Fjórtán beykitré koma fljótlega til með að setja svip á Sólvallaskóginn ef þessu heldur áfram og þá verður mikið hreint loft á Sólvöllum.

Þessi gróðursetning krefst vökvunar þar sem ekkert rignir þessa dagana. Svo þarf líka að vökva ávaxtatrén sem komu þegar Valgerður og Rósa voru hér um daginn. Við höfum líka sáð grasfræi í nokkur svæði svo það er mikið með að vökva. Við stöndum með slönguna og sprautum, látum renna í tunnur og berum svo vatnið út í garðkönnum og allt skilar þetta árangri. Valdís er meira í vökvuninni en ég. Í dag var hún heima svo að vökvunin kom í minn hlut. Vitið þið að ég held að ég sé bara að ganga í barndóm? Fólk lætur vatn renna ef erfitt er að fá börn til að pissa. Og hvað haldið þið að skeði þegar ég er að vökva?  Ég verð að pissa  -hvað eftir annað. Ég vona bara að þið segið ekki frá þessu því að þá verður hlegið að mér. (haha)

Meira um umhverfi. Ég hef verið að skoða bíla vegna þess að Renóinn er eiginlega orðinn gamall. Hann er tæplega þriggja ára en það er búið að keyra hann 103 000 km og það er farið að koma fram slit eins og eðlilegt er. Keyrslan í vinnuna er búin að vera alveg svakaleg og það var að stórum hluta umhverfissjónarmið að kaupa svo lítinn bíl sem Renó Clio. Hann eyrið afar litlu. En nú er á dagskránni að endurnýja og fá mun hærri bíl þar sem það er erfitt fyrir mig að setjast inn í lága bíla og enn verra að stíga út úr lágum bílum. Sama er að segja um Valdísi. Og nú skoða ég umhverfisvæna bíla. Ég segi að ég skoði. Valdís neitar nefnilega alveg að taka þátt í að velja bíla en vill hins vegar að ég velji góða bíla. Þegar ég prufukeyri tekst mér samt að plata hana á einhvern hátt þannig að hún lendir óvart í prufukeyrslum.

Enn aftur að því að velja bíl. Fyrsti bíllinn sem ég skoðaði var besti bíllinn. Svo skoðaði ég annan bíl og hann var ennþá betri og svo hefur haldið áfram og nú er ég orðinn alveg ringlaður í þessu. Svo eru sölumennirnir alveg rosalega flínkir við að smita mann af sínum bílum. Ég er næstum í vondum málum. Svo spyr ég fólk sem ég þekki og allir vilja mér vel með þetta og þetta gerir mig ennþá meira ringlaðan. Aumingja ég. En það er alla vega etanol sem er efst á baugi. Ég mundi vilja keyra vetnisbíl en ég held að sú tækni sé ekki tilbúin. Nú skoða ég á bensínstöðvunum á hverjum degi verð á bensíni og etanol. Etanol kostaði 7,50 og bensín 12,10 á OK í austurbænum í dag og jafnvel þó að bílar brenni meira etanol en bensíni væri gott að keyra á etanol í dag alla vega. Og svo er það umhverfið auðvitað. Við eigum börn og barnabörn og svo koma barnabarnabörn. Okkur er EKKI sama um framtíðina þeirra vegna.

Gangi ykkur allt í haginn og hugið að umhverismálunum. GB

Heldur hann að hann sé eitthvað?

Heldur hann a? hann s? eitthva?

Það mætti halda að ég haldi að ég sé eitthvað þarna á efsta dekki á ferjunni Cinderella rétt fyrir dimmumótin þann 23. apríl á leið frá Stokkhólmi til Álandseyja. Fólk fer vítt um heim en við Valdís höldum okkur mest nálægt heimahögum. þess vegna er ferð til Álandseyja nokkur ferð á okkar mælikvarða. Ég segi aðeins frá þessari ferð.

Það er talað mikið um það í Svíþjóð að ferjuferðir til Álandseyja og Finnlands séu miklar fylleríisferðir. Ég segi nú bara eftir á að ég varð ekki svo mikið var við það í þessari ferð. Við fórum með rútu frá Örebro og að ferjuafgreiðslunni þannig að ferðin byrjaði ósköp notalega. Rútan var full af fólki, alveg bráðókkunugu fólki sem talaði lítið mestan hluta leiðarinnar. En þegar við nálguðumst Stokkhólm og sérstaklega þegar við gengum að ferjunni lifnaði yfir ferðalöngunum og fólk heilsaði gjarnan og nikkaði glaðlega til höfði og hreyfingarnar urðu ákveðnari og örari. Flestir höfðu farið svona ferð áður. Ég hélt að þetta væri fyrirboði þess sem koma skyldi og var sjálfur ekki alveg ókunnur því að það lifnaði yfir mér áður fyrr þegar þegar ég nálgaðist flöskuna. En bara eins og áður er sagt; fyllerí var ekkert sem bagaði mig í ferðinni. En samt var það eitt sem olli mér óþægindum og hálfgerðu svefnleysi og eftir á var það svo hlægilegt.

Við sváfum í tveggja manna klefa á níunda dekki. En áður en að því kom að sofa fengum við þann gríðarlega kvöldverð að það var ekki möguleiki á að svo mikið sem smakka á helmingi þeirra kræsinga sem á borð voru bornar. Eftir matinn röltum við dálítið um skipið. Það var þá orðiðm dimmt og hálf kalt og ekkert annað að gera en að halda sig innan dyra. Ekkert vélarhljóð heyrðist og skipið bara leið mjúklega áfram eins og ekkert vélarafl þyrfti til. Margir voru á rölti, glaðir og reyfir og svo byrjaði ball í stórum sal á áttunda dekki. Skipið tekur rúmlega 2500 manns en hversu margir voru í þessari ferð vitum við ekki. Við Valdís lögðum okkur.

Ég man vel að ég vaknaði klukkan 1,26 um nóttina. Þá var greinilegt að eitthvað mikið hafði skeð. Þetta hljóðláta skip var allt í einu orðið hávaðasamt og ég gat ekki betur heyrt en það væri stór vélarblilun í gangi. Skrýtið var að vélin skyldi ekki stöðvuð miðað við þau svakalegu taktbundnu óhljóð sem bárust að því er virtist frá vélarrúminu. (Samt hafði ég ekki hugmynd um það hvar vélarrúmið var) Ég reyndi að taka því rólega og treysta því að vanir sjómennirnir væru færir um að leysa vandann. Eftir að mér fannst langan tíma tókst mér að sofna aftur þrátt fyrir þunga taktfasta dynki frá vélum skipsins. Ég vaknaði aftur klukkan 3,56 og ennþá var vélin í ólagi. Það var hreint ekki hægt að sofa fyrir þessum gríðarlegu látum. Nú stóð mér varla á sama og sofnaði ekki lengi. Klukkan kortér fyrir fjögur varð allt í einu hljótt og varð ég því mikið feginn. Þá allt í einu varð mér ljóst hvað hafði verið í gangi. Það var ekki vélarbilun. Það var ball á hæðinni fyrir neðan og trommurnar í hljómsveinni voru sko ekki í ólagi og ekki heldur magnarar og hátalarar sem dreifa músikinni um víðan völl. Þarna sjáið þið; Við Valdís þurfum ekki að fara svo langt til að upplifa stóra hluti. Ég vissi ekki að hún svaf ekki heldur fyrir þessu en hún var meiri heimsmanneskja en ég og skildi hvað hafði verið í gangi. Danssalurinn var beint fyrir neðan klefann okkar.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Sjómannsdóttirin frá Hrísey

Sj?mannsd?ttirin fr? Hr?sey

Einu sinni var það trillubátur, svo kom tréferjan Sævar og síðar stálskipið Sævar sem sáu um ferðir milli Hríseyjar og lands. En hér situr Valdís frá Hrísey í ferjunni Cinderella á leið frá Álandseyjum til Stokkhólms. Ennþá ein ferja er komin á Hríseyjarsund en það var eftir veru okkar Valdísar í Hrísey.

Góður var kaffisopinn

G??ur var kaffisopinn

Engin vélarhljóð, setustofan hátt uppi, útsýni mikið og veðrið afburða gott. Mikið var gott að fá sér kaffisopa og vera áhyggjulaus ferðamaður

Siglt frá Álandseyjum, stórar ferjur á sundum



Siglt fr? ?landseyjum, st?rar ferjur ? sundum
RSS 2.0