Að fella tré


Það þurfti að fella ask sem bara mátti falla á einn veg með kannski tveggja metra fráviki. Þær systur tóku að sér að annast hvar tréð kæmi niður og tókst það upp á fetið eða svo. Daginn eftir komu tveir miðaldra menn í heimsókn og tóku nokkra granna aska sem eldivið (granna á ég við ekki hæfa sem smíðavið en askar spretta upp eins og gorkúlur á Sólvöllum). Ég bað þessa menn að hjálpa mér með eitt tré sem einnig varð að koma niður á mjög nákvæmum stað. Já já, það skyldu þeir gera. Svo sagaði ég tréð og þeir stjórnuðu hvar það kæmi niður. Það kom niður á geymsluþak en þó á sperruenda svo að skaði hljóst ekki af. GB

A? fella tr?


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0