Blogg frá 4. november 2015

Dagur tvö í höfuðborginni er brátt á enda. Við Susanne sitjum í lestinni sem rúllar nú móti Hallsberg. Það var frábær dagur í gær alveg fram á kvöld. Þegar Susanne kom frá skólanum um fjögur leytið borðuðum við reglulega góðan mat i Kulturhuset. Eftir það gengum við heim til hins sex ára Hannesar Guðjóns og pabba hans. Mamma hans er hinu megin á hnettinum í vinnuferð.
 
Þegar við komum þangað gáfum við honum vissa tegund af legó sem hægt er að gera ýmislegt með. Það var afar, afar glaður drengur, svo ótrúlega glaður að hann smitaði okkur hin og við urðum líka reglulega glöð. Síðan raðaði hann saman og skapaði furðuverur, las sig áfram og gerði allt nákvæmlega samkvæmt lýsingu. Han veit hvað hann gerir þegar hann vinnur með legó og hann veit að afi verður ekki til mikillar hjálpar þegar hann reynir það. En hann skeggræddi ásamt okkur hinum og lofsöng legó og þess fjölbreyttu möguleika.
 
Dagurinn í dag var rólegur dagur. Ég æfði mig í að rata á nýjum svæðum í miðborg Stokkhólms. Það er gríðarlegur munur á Sergilstorgi og Nalaví þar sem póstkassinn okkar er, póstkassinn í Nalaví sem meira að segja er hægt er að finna á Google. Þar get ég lagt bréfin sem ég sendi sendi frá mér, þau fáu sem ég sendi frá mér í pósti. Í Nalaví eru lögreglubílar afar sjaldgæfir en þrír voru þeir á Sergilstirgi þegar ég gekk þar hjá í dag.
 
Ég velti talsvert fyrir mér lífinu í Stokkhólmi. Um hádegisbil gekk ég framhjá aðaljárnbrautarstöðinni á leið minni til verslunarinnar BR (ríki barnanna) þar sem ég keypti meira af legó til að hafa í fjárhirslu minni til að nota seinna ef ég skildi þurfa á að halda. Við aðaljárnbrautarstöðina virtist vera mikið um að vera. Yngra fólk af báðum kynjum gengu þar fram og til baka og töluðu í farsíma sína. Þau drukku kaffi úr pappabollum og sumir reyktu líka. Hvað var það sem rak þau áfram? Ég veit ekki og ég hafði ekki áhyggjur af því en orðið lífsgæði kom upp í huga mér. Mikið af því sem ég sá í dag fékk mig að hugsa á þá leið en engin svör létu á sér kræla.
 
Lífsmeining, lífsgæði, hvað er rétt og rangt, hvers vegna þetta og hvers vegna hitt, þetta eru engar léttar spurningar að gefa svar við. Susanne hefur líka sagt mér frá því að í skólanum kom heil mikið fram um þetta með rétt og rangt. Og þegar við tölum um rétt og rangt á síðustu stundum lífsins, þá getur mér fundist ég vera lítill.
 
Susanne var mjög glöð í gærmorgun þegar við lögðum af stað til Stokkhólms. Hún fékk tillbreytingu frá hversdagsleikanum og hún hafði væntingar varðandi skóladagana. Í dag heyri ég að væntingarnar hafa gengið eftir  og að hún er meðal annars heilluð af fyrirlestri prests ásamt meðfylgjandi umræðum um "það sem gefur voninni líf". Þessi prestur hefur meðal annars verið sjúkrahúsprestur á barnasjúkrahúsi þannig að hann hlýtur að hafa í fullri alvöru upplifað alvöru lífsins. Samt hafði hann verið mjög líflegur í tali sínu í skólanum. Frábær efni í þessum skóla, það er næstum eins og ég mundi vilja vera með. Áður en við gengum heim til Hannesar Guðjóns og pabba hans heimsóttum við Kulturhuset og þar voru stórfínir réttir á matseðlinum, en þaðan er myndin sem er hér fyrir ofan.
 
Dagarnir mínir tveir í höfuðborginni voru fínir. Það voru engir heiftarlegir dagar en það voru fínir dagar. Þeir voru líka tilbreyting frá mínum hversdagsleika og gáfu mér möguleika á að hugsa um eitthvað nýtt. Ég hugsaði líka um innlandslestina sem ég hugsaði líka um í gær. Ég til og með hugsaði um Kolåsen í fjallendinu í vestra Jämtland meðan ég gekk eftir gangstéttunum í Stokkhólmi.
 
Kolåsen hafði áhrif á bæði Susanne og mig eftir dagana þar í sumar. Það voru ekki heldur neinir heiftarlegir dagar en það voru góðir dagar, afar góðir dagar. Á mörkum til óbyggðanna þar sem rólega stemmingin og kyrrláta náttúran faðmaði okkur að sér og veittu okkur lífsgæði. Við manneskjurnar erum ólíkar og lífsgæði fyrir okkur geta verið af ólíkum toga.
 
Dagarnir tveir í Stokkhólmi gáfu mér ekki svör við stóru spurningunum um lífið og tilveruna. Það var líka eins gott því að þá get ég haldið áfram að taka mér tíma til að hugleiða það sem ég kem aldrei til með að geta svarað.
 
Fljótlega erum við frammi í Hallsberg. Að ferðast með lest er virkilega góður ferðamáti. Á leiðinni höfum við talað um hið alvarlega efni sem Susanne leggur stund á og það hefur verið þægileg umræða. Lestin rennur hljóðlát áfram og það er svo áhyggjulaust, hún vaggar okkur lítillega, ljósin líða framhjá gluggunum í snemmvetrarmyrkrinu og okkur finnst sem okkur liggi ekki svo mikið á að komast á leiðarenda.
 
 
Vinnusamur Hannes Gudjon byggir úr kubbunum sínum.
 
RSS 2.0