Skerjagarður svo langt sem augað eygir


Það eru nú meiri ósköpin af skerjagarði sem umlykja þetta land á ýmsa vegu. Hins vegar er líka vor og það er bara alveg hellingur að gera, svo mikið að það er varla tími til að blogga. Í dag á að fara með tvær kerrur af gróðrarmold á Sólvelli og jafna þar úr á grundunum. En svona til að gleyma ekki Álandsferðinni legg ég hér tvær myndir út í bloggið.

Skerjagar?ur svo langt sem auga? eygir

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Ålandsferð

?landsfer?

Áð við eik sem er fallin í valinn

?msar myndir fr? afm?lisdegi

Hér byrjar svolítil syrpa af myndum og texta frá 13. apríl. Myndin er tekin á leiðinni heim úr kvöldmat þar sem við vorum fjögur saman í fyrsta skipti í langan tíma. Fimm næstu innlegg á bloggið hér fyrir neðan tilheyra þessum degi og þar er skýringar að finna á tilefni dagsins.

Þessi mynd er tekin við mjög gamla eik og þá erum við að tala um einhver hundruð ár. Ég er búinn að keyra framhjá þessari eik kannski 2800 sinnum á leið úr og í vinnu á síðustu 11 árum. Hún stóð nokkur hundruð metra frá sjálfum aðal veginum, og alltaf öðru hvoru hef ég skroppið að eikinni til að sjá hvernig henni reiðir af. Núna er ég orðinn ellilífeyrisþegi og ferðum mínum um þennan veg fer því að fækka. Og viti menn; þegar við komum að eikinni að þessu sinni var hún fallin í valinn. Ég ætla samt ekki að hætta að heimsækja hana framvegis þegar ég kem til með að eiga leið þar hjá. Hún var eins og gamall kunningi.

GB

Rósa á röltinu að máltíð lokinni

?msar myndir fr? afm?lisdegi

Valgerður í Svíþjóðarferð

?msar myndir fr? afm?lisdegi

Langt síðan við vorum öll saman

?msar myndir fr? afm?lisdegi

Á fínum veitinga- og samkomustað í fallegri náttúru og umhverfi. Góður dagur. Sjá næsta blogg fyrir neðan.

Stór dagur!

Ég má til með að fara að skrifa um föstudaginn í síðustu viku, nefnilega þann 13. apríl. Hér fyrir neðan eru tvær myndir og nú verð ég að útskýra þessar myndir. Af tilviljun var Valgerður á ferð um Arlandaflugvöll fimmtudaginn 12. apríl og hún ákvað að nota tækifærið og koma í heimsókn. Daginn eftir komunu Valgerðar til Svíþjóðar kom hún og Rósa til Örebro, einmitt daginn sem ég átti 65 ára afmæli. Merkilegt hvað þetta stemmdi vel allt saman. Fyrir mér var ekkert merkilegt að eiga afmæli, en þetta afmæli var merkilegt að því leyti að þá varð ég raunverulega sænskur ellilífeyrisþegi. Það eru nefnilega engin smá tímamót að verða ellilífeyrisþegi hef ég komist að. Það er margt og mikið verið kringum þessi tímámót fyrir mína parta alla vega, en ég ætla ekki að eyða orðum að því frekar að þessu sinni. Heimsókn þeirra systra er það mikilvæga. Þegar þær stigu út úr lestinni á járnbrautarstöðinni í Örebro voru þær með sínar töskur eins og ferðafólk gerir jafnan. En þær höfðu fleira með í farteskinu. Það var meira en mannhæðarhátt kirsuberjatré, hindberjarunni og amerískur bláberjarunni. Þessi ameríski á að gefa af sér einhver gríðarstór bláber. Gaman verður að sjá hvað þessar plöntur gefa af sér allar saman. Allt þetta var afmælisgjöf til ellilífeyrisþegans og ég veit ekki hvað hefði getað verið betri afmælisgjöf. Og gjöfin minnti okkur á að það er mikilvægt að koma af stað ávaxtarækt á Sólvöllum. Við höfðum eitt plómutré á lóðinni þar sem gefur af sér óhemju af plómum á ári hverju, en auðvitað eigum við að notfæra okkur aðstöðuna sem er fyrir hendi er á Sólvöllum. Við höfðum bara gleymt því á ákafanum við að byggja við stuguna. Og eitt enn við komu þeirra til Örebro; ég held að ég geti fullyrt að ég hef aldri fyrr séð fólk koma með skóg út úr járnbrautarlest.

Í framhaldi af þessu fórum við á Sólvelli og þangað kom Valgerður í fyrsta skipti þennan dag. Frá Sólvöllum fórum við svo í svolítið ferðalag austurn í Södermanland til smá þorps sem heitir Leppe. Þangað fórum við nefnilega öll fjögur til að borða kvöldmat. Leppe liggur við vatnið Hjälmaren, fjórða stærsta stöðuvatn í Svíþjóð. Auðvitað hefði verið fallegra að koma þarna eins og þremur vikum seinna þegar allt hefði verið komið í virkilegan vorskrúða, en það var gott að koma þarna samt. Húsið var opnað fyrr þennan dag til að taka á móti okkur og það var nú ekkert smá atriði. Svo fengum við úrvals góðan mat og borð út við glugga þar sem útsýni var út yfir Hjälmaren, til annesja og eyja sem þar er að finna.

Ef ég væri klárari bloggari mundi ég gera þessa síðu lifandi með myndum þar sem mikið var tekið af myndum þennan dag. En nú einfaldlega kann ég það ekki svo að myndirnar verð ég að birta á annan hátt og hér fyrir neðan eru þegar komna tvær myndir. Barnabörnin mín hljóta nú að hlæja að þessu, að geta ekki sett mynd inn á síðuna. En svona er það að hafa ekki fæðst inn á tölvuöld.

Á morgun förum við Valdís í sólarhrings siglingu með stórri ferju til Álands. Útgerðin gaf mér þessa ferð af tilefni ellilífeyrisaldursins. Þeir halda líklega að ég verði sólginn í svona ferðir, ánetjist þeim og verði góður gestur á barina þar með galopið veski. Þar verða þeir fyrir vonbrigðum. En einu getið þið treyst; ég er allt of nískur til þess og svo er heldur ekkert gaman að því.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Systur á járrnbrautarstöð með kirsuberjatré

Systur ? j?rnbrautarst?? me? kirsuberjatr?

Þér systur komu með kirsuberjatré í tilefni dagsins þann 13. apríl

Valgerður í fyrsta skipti á Sólvöllum

Valger?ur ? fyrsta skipti ? S?lv?llum

Þennan merkilega dag kom Valgerður í fyrsta skipti á Sólvelli.

Nú bara verð ég að blogga

Mikið er orðið langt síðan ég bloggaði. Það er mikið að blogga um en núna ætla ég bara að blogga um daginn í dag. Um síðustu helgi blogga ég við betra tækifæri, en þá voru þær báðar í heimsókn Rósa og Valgerður.

Í dag fórum við Valdís til Vingåker og þar að lýðháskóla sem heitir Kjesäter. Það er nefnilega sérstakt við þennan lýðháskóla að þar er fallegur beykilundur. Annars er mjög lítið um beyki hér í kring enda er svæðið að verða það nyrsta sem beyki getur þrifist á. Í fyrra talaði ég við hann Bengt, vaktmeistarann í Kjesäter, og spurði hann hvort ég gæti komið þangað og fengið beykiplöntur og gert tilraun með þær á Sólvöllum. Eins og mig grunaði varð hann glaður við vegna þess að það er alveg nauðsynlegt að grisja beykilundinn þar sem hann er orðinn allt of þéttvaxinn af lágum trjám og plöntum. Ég kom því við einn föstudag í fyrra þegar ég var á leið heim úr vinnunni og tók sex stórar plöntur, plöntur sem voru upp í tveir og hálfur metri, og gróðursetti á Sólvöllum. Viti menn; þessar plöntur uxu hversu vel sem helst í fyrrasumar og ekki bara það, þær komu vel undan vetri. Það best ég veit eru þetta fyrstu beykitrén sem vaxa í Lekebergshreppi þar sem Sólvellir liggja. Því glöddum við Valdís hann Bengt með heimsókn okkar í dag og tókum við átta plöntur og lítil tré. Nú var græðgin hjá mér í hámarki. Stærstu plönturnar sem ég tók í fyrra uxu best. Því tók ég stærri plöntur núna og það er alls ekki hægt að kalla þetta plöntur heldur tré. Stærsta tréð er 4,5 metrar, það næsta 4,2 m og minnstu plönturnar eru rúmir tveir metrar á hæð. Það var skringilegt að sjá tveggja metra löngu kerruna okkar þegar við vorum búin að hlaða þessum plöntum og trjám á hann, vefja með segli og binda vel utan um. Það var eins og kerran væri komin með langan hala sem stóð beint aftur og á endanum var rautt flagg til að fylgja umferðareglunum.

Nú er búið að gróðursetja fjögur hæstu trén í Sólvallaskóginum en fjögur fá að bíða til morguns í þeirri góðu von að þau þoli geymsluna þangað til. Ég get lofað ykkur því að ég kem til með að fylgjast vel með árangrinum næstu daga og vikur. Ef öll þessi tré koma vel til, þá er allt hægt á Sólvöllum, og það er það sem ég held að sé.

Lýðháskólinn er í allra næsta nágrenni við gamla vinnustaðinn minn, Vornes. Allar þessar plöntur og tré eru ókeypis. Bengt lítur á það sem góða hjálp að fólk komi og hjálpi til við að grisja. Ekki meira í dag.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Töfrakonan

Nú er ég með algera bloggdellu. Valgerður og Rósa eru báðar búnar að lesa og kvitta fyrir og ég má til að skrifa svolítið meira. Það fyrsta er að ég er búinn að vinna tvær nætur í Vornesi í vikunni og það er allt annað að fara þangað til að vinna svona tilfallandi verkefni í stað þess að keyra þangað eldsnemma á morgnana í reglubundna vinnu. Ég er búinn að keyra þessa leið svo sem 1400 sinnum í vinnuna og 1400 sinnum til baka heim. Þrátt fyrir það sá ég vissa hluti á leiðinni núna þegar ég var ekki að fara í mína föstu vinnu sem ég hef aldrei tekið eftir áður, eða svo upplifði ég það alla vega. Vörubílar voru framan við mig í bæði skiptin á leiðinni í vinnuna og þeir keyrðu hægar en ég ætlaði að gera. En ég lét það ekki á mig fá og hélt mig bara bakvið þá, keyrði rólega og skoðaði mig um. Þvílíkur lúxus. Samt var mér illt í bakinu og kem ég nú að því.

Já, þetta með bakið. Ég sagði í síðasta bloggi að ég hefði læknast alveg ótrúlega með því að nota grjónapokann hennar Valdísar sem við hituðum í örbylgjuofninum. En til að tryggja lækninguna enn frekar pantaði ég tíma hjá nuddkonu í Vingåker, lítill nágrannabær við Vornes, og kom við hjá henni á heimleiðinni eftir fyrri nóttina sem ég vann. Þessi nuddkona, hún Kerstin, veit nú lengra nefi sínu fullyrði ég. Ég hef verið nokkrum sinnum hjá henni áður og það hafa skeð kraftaverk eftir hvert skipti sem ég hef verið þar. Það skeður á einhvern lúmskan hátt nokkrum dögum eftir nuddið. Því kalla ég hana töfrakonuna (trollkvinnan) og segi alltaf frá því í Vornesi þegar ég ætla til hennar og segist þá ætla til "trollkvinnan". Í Vornesi eru margir sem hafa verið hjá henni í nuddi og þeir biðja alltaf að heilsa henni. Svo færi ég henni þessar kveðjur og svo erum við bæði ánægð. Svo var það líka að þessu sinni og ég kom heim og áhrifin komu í ljós bókstaflega samstundis aldrei slíku vant.

Daginn eftir var komið að því að fara í Vornes til að vinna seinni nóttina, það er að segja í gær. Ég fór í sturtu og dáðist að góðu heilsufari mínu. Svo skellti ég mér fram á gólfið og þurrkaði mér af mikilli ánægju (malaði eins og köttur). Svo lyfti ég öðrum fætinum til að þurrka mér á milli tánna og vitti menn; þvert í gegnum mjaðmahryggin gekk þessi svakalegi stingandi verkur, svo slæmur að ég bara staulaðist að handlauginni og studdi mig við hana í langan tíma áður en ég þorði að hreyfa mig. Svo var komið að verkjatöflunum aftur. Það urðu tvær töflur áður en ég fór af stað í Vornes og Valdís fékk að hjálpa mér í sokkana og binda á mig skóna. Mér fannst eins vel að ég gæti farið í vinnuna því að mér mundi líka líða bölvanlega heima og þar að auki sitja of mikið. Ég reyndi að bera mig vel í vinnunni en auðvitað sást að ég var illa stirður. Í nótt svaf ég svo þokkalega í Vornesi (svaf á bakvakt) en stirður var ég í morgun og ég tók verkjatöflu enn á ný þó að mér sé bölvanlega við það. Ég lauk því sem ég þurfti að gera og var kominn heim um tíu leytið. Um hádegi fórum við svo á Sólvelli bara til að vera þar og gera ekki neitt.

Eftir að hafa fengið okkur kaffi og með því á Sólvöllum fór ég út í skóg. Ég sá eik sem ég þurfti að laga og sótti mér því runnaklippur og sög og lagaði eikina. Svo sá ég svo sem mannhæðar háa plöntu sem þurfti svolítið að lagfæra og eina til og svo sá ég plöntu sem nauðsynlegt var að fjarlægja. Svo fannst mér best að ráðast á heilmikla þyrpingu af öskum sem uxu allt of þétt og fjarlægði þá. Suma þeirra reif ég upp með rótum því að það gefur mikið betri árangur. Annars fara þeir að skjóta upp nýjum stofni eða mörgum stofnum sem svo verður að fjarlægja seinna í sumar eða næsta sumar. Að lokum var kominn talsverður haugur af villigróðri sem ég var búinn að klippa niður eða rífa upp með rótum og þá allt í einu áttaði ég mig á því að ég var algóður í bakinu. Ég varð alveg hissa og ætlaði ekki að trúa sjálfum mér að þetta gæti verið svona. En auðvitað var það þannig. Áhrif töfrakonunnar koma ekki fyrr en fáeinum dögum eftir að ég hef verið í nuddi hjá henni. Ef þú átt leið hjá getur þú auðvitað pantað tíma, sagði hún í fyrradag. Ég ætla nú að athuga það og panta þá líka tíma fyrir Valdísi og sjá hvort þar skeður ekki kraftaverk líka.

Gangi ykkur allt í haginn. GB

Halló, halló, ég er vaknaður

Það er ekkert lag á þessu að hafa ekki bloggað í einhvern óratíma en nú er bara að setja í gang. Vorið hefur verið svolítið út og inn síðustu tvo dagana eða svo en nú er þó ellefu stiga hiti. Við erum ekki á Sólvöllum og það er nú bara hálf skrýtið. Ég er kannski búinn að blogga um það áður að ég varð lélegur í bakinu síðasta vinnudaginn minn í Vornesi. Því var það kærkomið að sýsla við léttari störf á Sólvöllum, að taka til eftir að byggingarsvæðið kom undan snjó, fara með á haugana og brenna miklu magni af greinum. Eitthvað lætur þetta kunnuglega þegar ég nefni greinar svo að það er best að endurtaka ekkert meira um það. Hún Rósa dóttir mín segir að það fari að verða þreytandi þegar ég segi frá sama hlutnum í fimmta skiptið. En þetta með bakið verð ég að tala aðeins meira um. Ég sem var búinn að hæla svo mikið áhrifum glukósamíns á liði mína. En hvað um það; ég gef mig ekki með það að glukósamínið er gott fyrir mig og ég ætla líka að verða betri í hryggnum en lengi. Síðast þegar ég átti í erfiðleikum með bakið var árið 1972 þegar við vorum að byggja Sólvallagötuna í Hrísey. Þá auðvitað setur fólk það í samhengi að ég fái alltaf í bakið þegar ég vinni við að byggja í eigin þágu. En þegar ég fékk í bakið núna var ég búinn að vera í svo sem sex vikna fríi frá Sólvallabyggingunni. Hins vegar grunar mig að þetta með að hætta að vinna hafi verið ástæðan fyrir því að ég fékk í bakið í þetta skiptið. Síðast vinnudagurinn var líka stór og áhrifamikill dagur.

Nú vík ég að lækningaráðum Valdísar. Notaðu hitapoka, notaðu hitapoka, endurtók hún og gaf sig ekki. Mér hefur alltaf þótt óþægilegt að liggja á svo heitu og að láta svo heitt liggja á mér, eða ég hef haldið það alla vega. Ég hef alltaf haldið að það væri eins og að pissa í bleyju. En svo gaf ég mig og prufaði þetta og viti menn; ég fann samstundis að verkurinn í bakinu og stirðleikinn gaf sig. Nú fékk ég algera dellu. Það komst ekkert að hjá mér í tvo daga annað en að hafa grjónapoka í rúminu hjá mér sem var hitaður í örbylgjuofninum ótt og títt og jafnóðum sem grjónapokinn kólnaði. Svo bara hresstist ég og hresstist dag frá degi og þessar þrjár ipren verkjatöflur sem ég hafði stoppað í mig í viku eða svo hætti ég að éta. Nú mæli ég ákaft með bæði glukósamíni og heitum grjónapoka til að ná verkjum úr líkamanum.

Nú er ástralska lambakjötið soðið og mál að borða. Ég er kominn af stað með bloggið á ný og hver veit nema ég setjist aftur við að blogga eftir matinn.

Gangi ykkur allt í haginn. GB
RSS 2.0