Nú bara verð ég að blogga

Mikið er orðið langt síðan ég bloggaði. Það er mikið að blogga um en núna ætla ég bara að blogga um daginn í dag. Um síðustu helgi blogga ég við betra tækifæri, en þá voru þær báðar í heimsókn Rósa og Valgerður.

Í dag fórum við Valdís til Vingåker og þar að lýðháskóla sem heitir Kjesäter. Það er nefnilega sérstakt við þennan lýðháskóla að þar er fallegur beykilundur. Annars er mjög lítið um beyki hér í kring enda er svæðið að verða það nyrsta sem beyki getur þrifist á. Í fyrra talaði ég við hann Bengt, vaktmeistarann í Kjesäter, og spurði hann hvort ég gæti komið þangað og fengið beykiplöntur og gert tilraun með þær á Sólvöllum. Eins og mig grunaði varð hann glaður við vegna þess að það er alveg nauðsynlegt að grisja beykilundinn þar sem hann er orðinn allt of þéttvaxinn af lágum trjám og plöntum. Ég kom því við einn föstudag í fyrra þegar ég var á leið heim úr vinnunni og tók sex stórar plöntur, plöntur sem voru upp í tveir og hálfur metri, og gróðursetti á Sólvöllum. Viti menn; þessar plöntur uxu hversu vel sem helst í fyrrasumar og ekki bara það, þær komu vel undan vetri. Það best ég veit eru þetta fyrstu beykitrén sem vaxa í Lekebergshreppi þar sem Sólvellir liggja. Því glöddum við Valdís hann Bengt með heimsókn okkar í dag og tókum við átta plöntur og lítil tré. Nú var græðgin hjá mér í hámarki. Stærstu plönturnar sem ég tók í fyrra uxu best. Því tók ég stærri plöntur núna og það er alls ekki hægt að kalla þetta plöntur heldur tré. Stærsta tréð er 4,5 metrar, það næsta 4,2 m og minnstu plönturnar eru rúmir tveir metrar á hæð. Það var skringilegt að sjá tveggja metra löngu kerruna okkar þegar við vorum búin að hlaða þessum plöntum og trjám á hann, vefja með segli og binda vel utan um. Það var eins og kerran væri komin með langan hala sem stóð beint aftur og á endanum var rautt flagg til að fylgja umferðareglunum.

Nú er búið að gróðursetja fjögur hæstu trén í Sólvallaskóginum en fjögur fá að bíða til morguns í þeirri góðu von að þau þoli geymsluna þangað til. Ég get lofað ykkur því að ég kem til með að fylgjast vel með árangrinum næstu daga og vikur. Ef öll þessi tré koma vel til, þá er allt hægt á Sólvöllum, og það er það sem ég held að sé.

Lýðháskólinn er í allra næsta nágrenni við gamla vinnustaðinn minn, Vornes. Allar þessar plöntur og tré eru ókeypis. Bengt lítur á það sem góða hjálp að fólk komi og hjálpi til við að grisja. Ekki meira í dag.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0