Áð við eik sem er fallin í valinn

?msar myndir fr? afm?lisdegi

Hér byrjar svolítil syrpa af myndum og texta frá 13. apríl. Myndin er tekin á leiðinni heim úr kvöldmat þar sem við vorum fjögur saman í fyrsta skipti í langan tíma. Fimm næstu innlegg á bloggið hér fyrir neðan tilheyra þessum degi og þar er skýringar að finna á tilefni dagsins.

Þessi mynd er tekin við mjög gamla eik og þá erum við að tala um einhver hundruð ár. Ég er búinn að keyra framhjá þessari eik kannski 2800 sinnum á leið úr og í vinnu á síðustu 11 árum. Hún stóð nokkur hundruð metra frá sjálfum aðal veginum, og alltaf öðru hvoru hef ég skroppið að eikinni til að sjá hvernig henni reiðir af. Núna er ég orðinn ellilífeyrisþegi og ferðum mínum um þennan veg fer því að fækka. Og viti menn; þegar við komum að eikinni að þessu sinni var hún fallin í valinn. Ég ætla samt ekki að hætta að heimsækja hana framvegis þegar ég kem til með að eiga leið þar hjá. Hún var eins og gamall kunningi.

GB


Kommentarer
Anonym

Sæll Guðjón minn og innilega til hamingju að vera orðinn "Sænskur ellilífeyrisþegi"! :) Ég hitti Valgerði í dag fyrir algjöra tilviljun í Mími, símenntun þar sem ég var að kenna í dag. Ég fékk hjá henni "adressuna" að síðunni þinni sem ég var, af einhverjum undarlegum ástæðum búinn að glutra! Ég ætla nefnilega að sýna henni Helgu frá Kálfafelli og Ytritjarna frúnni myndir frá þér. Njóttu lífsins Guðjón minn og smelltu knúsin á kinn frú Valdísar frá mér. Kær kveðja Trausti frá Kálfafelli.

2007-04-24 @ 01:07:57


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0