Allir saman

Þessi mynd var tekin í lok heimsóknar þeirra systra, Valgerðar og Rósu. Hér fyrir neðan eru þrjár aðrar myndir frá þessari heimsókn. Þær sýna eiginlega að það er ekki nein hvíld í því að koma í heimsókn á Sólvelli því að þær sýna bara þrældóm (nei, það er ekki alveg svona slæmt). Ég vil gera þessari þriggja vikna gömlu heimsókn svolítið betri skil en ég gerði áður og kem því inn á hana aftur núna. Það var farið að kræla á vori þarna um miðjan apríl en í dag hefur alveg gríðarlega mikið skeð. Vorið er alltaf nýtt kraftaverk, nýtt kraftaverk á hverju vori ár eftir ár. >sjá neðar

Allir saman

Birkikvisturinn sem er svo óverulegur þarna við fætur okkar er orðinn allaufgaður og farinn að vaxa. Núna lokar hann fyrir stéttina með sýnu þétta, græna og hæverska laufskrúði. Birkið, hlynurinn, seljan eru orðin allaufguð og eikin er vel komin af stað. Aspirnar og askarnir reka svo lestina að venju. Meira að segja beykið, bæði þær fimm plöntur sem við sóttum til Vingåker í fyrra og þær átta sem við sóttum í vor, þær eru næstum allaufgaðar líka. Eiginlega var það mest um vert að sjá að allt beykið var á lífi. Það eru reyndar engar plöntur sem við sóttum í vor. Það voru tré upp í 4,5 metra á hæð. En þeir í Vingåker eru bara glaðir ef maður kemur og grisjar beykiskóginn þeirra. Hann Ove fyrrverandi vinnufélagi minn og náttúruunnandi varð nú alveg hissa þegar ég sagði honum hvað ég hefði sótt stór tré. En allt frá neðsta brumi til þess efsta á stærsta trénu er útsprungið. Og þið ættuð bara að vita hvað beykilaufið er fallegt. Ef allt fer fram sem horfir verður þetta beyki farið að setja svip á Sólvallaskóginn eftir fáein ár. Valgerður og Rósa komu líka með gróður sem kemur til með að setja svip á Sólvelli innan örfárra ára. það kemur fram með myndunum neðar.

Í dag vorum við Valdís til dæmis að ganga frá eldiviði fyrir næsta og þar næsta vetur. Við erum að byggja á Sólvöllum en vorverkin eru bara svo mörg að við meigum næstum ekki vera að því að byggja. En það er kosturinn við þetta allt samana að allt sem við gerum á Sólvöllum er skemmtilegt. Það er meira að segja skemmtilegt að losa kamarföturnar, bæði piss og kúk, vegna þess að það er svo rosalega gott að vera búinn að því. Þetta verk framkvæmi ég alltaf fyrst á morgnana með svo sem mánaðar millibili og nýt við það mikils fuglasöngs. Að því loknu þvæ ég mér vel og fæ mér svo morgunverð. Síðan byrjar venjulegur dagur. En engir dagar á vorin eru venjulegir dagar. Þeir eru allir boðberar þess að sköpunarverkið er stórkostlegt og minna á að það er skylda okkar að fara vel höndum um það.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Rósa J

Mig er bara farið að klæja í puttana að koma og taka til hendinni í eldiviðnum. Hjá okkur eru eldiviðargeymslurnar orðnar hálftómar, líta frekar ruslaralegar út og ég hlakka til að fylla þær með angandi viðnum. Sem ég hef sjálf klofið og flutt með mér.
Ég veit það, Guðjón minn, að þér finnst það mesta vitleysa að koma til Örebro og drösla með sér við til Gautaborgar. Það væri bara aldrei sama tilfinningin að standa úti í garði í Billdal, saga við og kljúfa, eins og það er á Sólvöllum.
Að ekki sé talað um tækifærið sem við fáum til að eyða meiri tíma saman en annars væri.

2007-05-08 @ 10:44:03
Guðjón

Þið eruð svo velkomin Rósa mín J. Hvernig þú hefur nostrað við Sólvallaskóginn er hreint ekki öllum lagið. Það verður gaman að hittas ykkur. Og heyrðu, ég var að enda við að bera út á bíl með Brynju og Val. Þau höfðu nokkra unga og hrausta burðarmenn og konur. Ég hefði getað verið pabbi og afi þeirra allra.

Kveðja frá V og G í Örebro.

2007-05-08 @ 12:12:07
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Guðjón

Þið eruð svo velkomin Rósa mín J. Mér er alveg sama hversu langt þið keyrið með viðinn úr Sólvallaskóginum. En eitt veit ég að það eru fáir Rósa sem hafa nostrað jafn mikið og þú við að taka til í skóginum. Ég var að enda við að hjálpa Brynju og Val með búslóðina á vörubílspall. Svo þegar bíllinn var full hlaðinn fór hann ekki í gang. Læknirinn var fljótur til með skrúfjárn og kapla til að lækna bílinn af rafmagnsleysi.

Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2007-05-08 @ 12:22:53
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Guðjón

Það er ekki verra en vant er. Stundum koma kommentarer ekki fram og svo þegar einn kemur fram þá koma þeir fram í hrúgum. GB

2007-05-08 @ 12:24:18
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0