Það er allt annað að sjá þetta

Syðst á Sólvallalóðinni hafa frá því við Valdís komum þangað verið tveir haugar. Þessir haugar hafa myndast hjá fyrri eiganda af laufi og alls konar úrgangi og að sjálfsögðu talsverðu magni af steinum. Það er nefnilega ekki hægt að styðja sig við stunguspaða í Krekklingesókn utan að það komi í ljós steinn. Einhverju bættum við Valdís við þennan haug á fyrstu tveimur árunum. Hún rósa dóttir okkar var búin að tala um hvenær við ætluðum að losa okkur við þennan haug. Það var líka svo vinsælt að reyna að fela drasl bakvið hauginn, en það bara tókst ekki að fela það svo að það var hin mesta óprýði að þessu öllu saman. Hann Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem oft hefur komið til okkar á Sólvöllum og einnig hjálpað okkur þegar hendur hafa ekki verið nógu margar, hefur einnig haft orð á því hvenær ég ætli að láta verða af því að fjarlægja haugana. Það var gott um pláss fyrir moldina bakvið húsið þar sem uppfyllingu vantaði þannig að það var ekki bara að haugarnir hurfu. Þeir komu að gagni. En það var mikið basl með rót  og stubb undan grenitré sem var áföst þessum haugum. Meira um það neðar. Ég hef sagt að ég hafi fjarlægt haugana og ég hef unnið við það að mestu. En Valdís hefur líka hjálpað og svo hefur hún til dæmis séð um að ég hafi fengið að borða ásamt svo mörgu sem hún annast á Sólvöllum. Ég lít á svona mokstursverk sem mín verk.

Svo svolítið um blogg. Ég þarf að læra meira um að blogga. Í fyrradag ætlaði ég að vera mjög sniðugur en þá fór ekki betur en svo að allar fyrri myndir hurfu. Þá var nú nærri að ég færi í fýlu og mikið óskaði ég þá að það væri til takki sem segir: Koma til baka. En hann fannst ekki og myndirnar komu ekki til baka.


?a? er allt anna? a? sj? ?etta
Já, það er bara allt annað að sjá þetta. Á morgun verður valtað, jafnað, sáð og valtað aftur.


Kommentarer
Rosa

Rosalega lítur þetta vel út!! Kveðja frá Karlsruhe, R.

2007-05-23 @ 11:00:39


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0