Sumir vinna og aðrir horfa bara á

Þær systur komu með stærðar kirsuberjatré með lestinni ásamt fleiri minni runnum. Svo var farið til Sólvalla með þennan skóg sem kom með lest til Örebro en ekki var gróðursett fyrr en daginn eftir. Á leiðinni til Sólvalla þann dag vildi Rósa alveg uppvæg kaupa tvö eplatré svo að hún geti fengið sér epli þegar hún kemur í heimsókn. Það er heldur ekkert vit í að vera sænskur hálfbóndi og hafa ekki eplatré í hlaðvarpanum. Við ætluðum að gera þetta en það var bara ekki komið í verk og hefði alls ekki gert það fyrr en á næsta ári ef Rósa hefði ekki tekið af skarið þarna. Svo var farið að grafa. Ég taldi að ég sem kall yrði að stjórna hakanum en Rósa þreif hann af mér og stjórnaði honum. Það olli mér nokkurri undrun að sjá hana nota haka. Valgerður stjórnaði skóflu en það er kannski nokkuð algengara en að nota haka. Ég fékk að horfa á og þykjast stjórna. GB

Sumir vinna og a?rir horfa ?



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0