Mikið um umhverfi

Já, það er mikið um umhverfisástandið, gróðurhúsaáhrif og allt það. Hann sagði hann Ingvar kórfélagi hennar Valdísar og náttúrufræðingur þegar hann kom á Sólvelli til að lýsa yfir áliti sínu á staðnum áður en við keyptum, að þar ættum við að fella grenið og koma upp laufskógi í staðinn. Jörðin þarf á lauftrjánum að halda, sagði hann. Þar höfum við staðið okkur vel. Grenið hefur fengið að láta undan síga og það er ekki að sökum að spyrja að laufskógurinn þýtur af stað og leggur svæðið undir sig þegar honum er gefinn kostur á því. Þetta sagði Ingvar áður en umræðan náði því hámarki sem hún hefur náð nú. Ég held að ég fari rétt með að það séu daglegir þættir í sjónvarpi um þessi mál og ég var rétt að enda við að horfa á einn slíkan. Í viðbót við það sem kemur af sjálfu sér í skóginum okkar höfum við líka verið dugleg við að koma með lauftré og gróðursetja. Þar munar mest um beykið sem ég hef montað mig svo mikið af og vitið þið bara; beykið vex og vex alveg með ólíkindum. Varla var það komið í jörðina sem við gróðursettum í vor fyrr en það byrjaði að laufgast og sama var með það sem við gróðursettum í fyrra. Fjórtán beykitré koma fljótlega til með að setja svip á Sólvallaskóginn ef þessu heldur áfram og þá verður mikið hreint loft á Sólvöllum.

Þessi gróðursetning krefst vökvunar þar sem ekkert rignir þessa dagana. Svo þarf líka að vökva ávaxtatrén sem komu þegar Valgerður og Rósa voru hér um daginn. Við höfum líka sáð grasfræi í nokkur svæði svo það er mikið með að vökva. Við stöndum með slönguna og sprautum, látum renna í tunnur og berum svo vatnið út í garðkönnum og allt skilar þetta árangri. Valdís er meira í vökvuninni en ég. Í dag var hún heima svo að vökvunin kom í minn hlut. Vitið þið að ég held að ég sé bara að ganga í barndóm? Fólk lætur vatn renna ef erfitt er að fá börn til að pissa. Og hvað haldið þið að skeði þegar ég er að vökva?  Ég verð að pissa  -hvað eftir annað. Ég vona bara að þið segið ekki frá þessu því að þá verður hlegið að mér. (haha)

Meira um umhverfi. Ég hef verið að skoða bíla vegna þess að Renóinn er eiginlega orðinn gamall. Hann er tæplega þriggja ára en það er búið að keyra hann 103 000 km og það er farið að koma fram slit eins og eðlilegt er. Keyrslan í vinnuna er búin að vera alveg svakaleg og það var að stórum hluta umhverfissjónarmið að kaupa svo lítinn bíl sem Renó Clio. Hann eyrið afar litlu. En nú er á dagskránni að endurnýja og fá mun hærri bíl þar sem það er erfitt fyrir mig að setjast inn í lága bíla og enn verra að stíga út úr lágum bílum. Sama er að segja um Valdísi. Og nú skoða ég umhverfisvæna bíla. Ég segi að ég skoði. Valdís neitar nefnilega alveg að taka þátt í að velja bíla en vill hins vegar að ég velji góða bíla. Þegar ég prufukeyri tekst mér samt að plata hana á einhvern hátt þannig að hún lendir óvart í prufukeyrslum.

Enn aftur að því að velja bíl. Fyrsti bíllinn sem ég skoðaði var besti bíllinn. Svo skoðaði ég annan bíl og hann var ennþá betri og svo hefur haldið áfram og nú er ég orðinn alveg ringlaður í þessu. Svo eru sölumennirnir alveg rosalega flínkir við að smita mann af sínum bílum. Ég er næstum í vondum málum. Svo spyr ég fólk sem ég þekki og allir vilja mér vel með þetta og þetta gerir mig ennþá meira ringlaðan. Aumingja ég. En það er alla vega etanol sem er efst á baugi. Ég mundi vilja keyra vetnisbíl en ég held að sú tækni sé ekki tilbúin. Nú skoða ég á bensínstöðvunum á hverjum degi verð á bensíni og etanol. Etanol kostaði 7,50 og bensín 12,10 á OK í austurbænum í dag og jafnvel þó að bílar brenni meira etanol en bensíni væri gott að keyra á etanol í dag alla vega. Og svo er það umhverfið auðvitað. Við eigum börn og barnabörn og svo koma barnabarnabörn. Okkur er EKKI sama um framtíðina þeirra vegna.

Gangi ykkur allt í haginn og hugið að umhverismálunum. GB


Kommentarer
Valgerður

Það er eins og þú sért að stika skipið til að mæla það í fetum.

2007-05-03 @ 18:31:23


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0