Heldur hann að hann sé eitthvað?

Heldur hann a? hann s? eitthva?

Það mætti halda að ég haldi að ég sé eitthvað þarna á efsta dekki á ferjunni Cinderella rétt fyrir dimmumótin þann 23. apríl á leið frá Stokkhólmi til Álandseyja. Fólk fer vítt um heim en við Valdís höldum okkur mest nálægt heimahögum. þess vegna er ferð til Álandseyja nokkur ferð á okkar mælikvarða. Ég segi aðeins frá þessari ferð.

Það er talað mikið um það í Svíþjóð að ferjuferðir til Álandseyja og Finnlands séu miklar fylleríisferðir. Ég segi nú bara eftir á að ég varð ekki svo mikið var við það í þessari ferð. Við fórum með rútu frá Örebro og að ferjuafgreiðslunni þannig að ferðin byrjaði ósköp notalega. Rútan var full af fólki, alveg bráðókkunugu fólki sem talaði lítið mestan hluta leiðarinnar. En þegar við nálguðumst Stokkhólm og sérstaklega þegar við gengum að ferjunni lifnaði yfir ferðalöngunum og fólk heilsaði gjarnan og nikkaði glaðlega til höfði og hreyfingarnar urðu ákveðnari og örari. Flestir höfðu farið svona ferð áður. Ég hélt að þetta væri fyrirboði þess sem koma skyldi og var sjálfur ekki alveg ókunnur því að það lifnaði yfir mér áður fyrr þegar þegar ég nálgaðist flöskuna. En bara eins og áður er sagt; fyllerí var ekkert sem bagaði mig í ferðinni. En samt var það eitt sem olli mér óþægindum og hálfgerðu svefnleysi og eftir á var það svo hlægilegt.

Við sváfum í tveggja manna klefa á níunda dekki. En áður en að því kom að sofa fengum við þann gríðarlega kvöldverð að það var ekki möguleiki á að svo mikið sem smakka á helmingi þeirra kræsinga sem á borð voru bornar. Eftir matinn röltum við dálítið um skipið. Það var þá orðiðm dimmt og hálf kalt og ekkert annað að gera en að halda sig innan dyra. Ekkert vélarhljóð heyrðist og skipið bara leið mjúklega áfram eins og ekkert vélarafl þyrfti til. Margir voru á rölti, glaðir og reyfir og svo byrjaði ball í stórum sal á áttunda dekki. Skipið tekur rúmlega 2500 manns en hversu margir voru í þessari ferð vitum við ekki. Við Valdís lögðum okkur.

Ég man vel að ég vaknaði klukkan 1,26 um nóttina. Þá var greinilegt að eitthvað mikið hafði skeð. Þetta hljóðláta skip var allt í einu orðið hávaðasamt og ég gat ekki betur heyrt en það væri stór vélarblilun í gangi. Skrýtið var að vélin skyldi ekki stöðvuð miðað við þau svakalegu taktbundnu óhljóð sem bárust að því er virtist frá vélarrúminu. (Samt hafði ég ekki hugmynd um það hvar vélarrúmið var) Ég reyndi að taka því rólega og treysta því að vanir sjómennirnir væru færir um að leysa vandann. Eftir að mér fannst langan tíma tókst mér að sofna aftur þrátt fyrir þunga taktfasta dynki frá vélum skipsins. Ég vaknaði aftur klukkan 3,56 og ennþá var vélin í ólagi. Það var hreint ekki hægt að sofa fyrir þessum gríðarlegu látum. Nú stóð mér varla á sama og sofnaði ekki lengi. Klukkan kortér fyrir fjögur varð allt í einu hljótt og varð ég því mikið feginn. Þá allt í einu varð mér ljóst hvað hafði verið í gangi. Það var ekki vélarbilun. Það var ball á hæðinni fyrir neðan og trommurnar í hljómsveinni voru sko ekki í ólagi og ekki heldur magnarar og hátalarar sem dreifa músikinni um víðan völl. Þarna sjáið þið; Við Valdís þurfum ekki að fara svo langt til að upplifa stóra hluti. Ég vissi ekki að hún svaf ekki heldur fyrir þessu en hún var meiri heimsmanneskja en ég og skildi hvað hafði verið í gangi. Danssalurinn var beint fyrir neðan klefann okkar.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Rosa

Það hefur bara verið hörku partý hjá ykkur! Kveðja, R

2007-05-02 @ 07:39:41
Guðjón

Já, það var hörku partý og það er langt síðan ég hef verið nálægt svoleiðis. Kannski var vitleysa að klæða sig ekki og kíkja í danssalinn. Kanski ég hefði bara farið að dilla mér og dansa. GB

2007-05-02 @ 20:43:04
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Valgerður

Þú ert nú ekki álveg af diskókynslóðinni pabbi minn er það nokkuð?

2007-05-03 @ 18:30:29
Guðjón

Nei, ég er af rokkkynslóðinni.

GB

2007-05-08 @ 08:04:42
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0