Frá í september -uppskeruhátðið

Þegar ég varð sextugur sl vor komu þær systur, Rósa og Valgerður, í heimsókn. Þá voru gróðursett kirsuberjatré og tvö eplatré eins og getið var um í bloggi á vormánuðum. Þegar eplatrén voru keypt sagði afgreiðslukona og eplatrjáasérfræðingur að trén bæru ekki ávöxt fyrr en eftir einhver ár. Svo fór nú samt að örfá blóm komu á annað eplatréð og síðar kom í ljós að eitt epli hafði komið undir. Þetta epli bara stækkaði og stækkaði og þann 23. september þegar Rósa og Pétur voru hér í heimsókn dæmdist eplið fullþroskað og Rósa sleit það af stilk sínum. Eitt epli og við vorum fjögur. Hvernig því var deilt niður kemur fram á næsta blokki hér fyrir neðan. Það virðist vera gróðursæld á Sólvöllum.
Frá í september -uppskeruhátðið


Kommentarer
Anonym

thíhí, sextugur...? kveðja, r

2007-10-30 @ 16:17:44
Guðjón

Ekki segja, ég reyndi að gera mig fimm árum yngri.

GB

2007-10-31 @ 12:14:33
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0