Þeir sem aldri fara neitt

Þeir sem aldrei fara út fyrir landsteinana hafa ekki frá miklu að segja -eða hvað? Við Valdís erum ekki oft í utanlandsferðum en þeim mun oftar á Sólvöllum og höfum frá miklu að segja þaðan. Suma daga skeður lítið en aðra daga heil mikið. Í dag skeði heil mikið. Það var einn slíkur dagur. Að setja þilplötur innan á veggi er áfangi og ekki bara það, heldur alveg bráðskemmtilegur áfangi. En til að fylgja settum reglum verður víst að setja plastdúk á veggina áður en plöturnar eru settar upp og þá verður húsið gott hús. Mikið langaði mig til að sleppa plastinu og spurði marga hvort það væri nauðsynklegt. Þetta var víst bara leti hjá mér og þess vegna vonaði ég að sem flestir segðu að plastið væri alls ekki nauðsynlegt eða jafnvel að það væri stór varasamt. En svo setti ég þó að lokum plast innan á einangrunina áður en við klæddum með þilplötum. Þá kom í ljós að þetta er bæði létt vinna og auðveld. Hvað hafði ég verið að reyna gera þetta erfitt fyrir mér. Svo þegar heim var komið í kvöld hittum við hann Kenneth smið hér úti á plani og ég spurði hann hversu nauðsynlegt þetta væri. NAUÐSYNLEGT! sagði Kenneth með áherslu. Það er byggt mikið í Örebro núna, sagði hann, og hvert einasta hús er klætt innan með plastdúk. Það er sko engin tilviljun hélt hann áfram. Það var gott, þótti mér þá, að hafa sett plastdúk innan á einangrunina. Annars hefði ég gert mig að kjána.
Þeir sem aldri fara neitt


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0