Hún Valdís átti afmæli í gær

Hún Valdís átti afmæli í gær
65 ára afmæli Valdísar þann 24. nóvember. Fyrsta jólahlaðborðið í Örebro var þennan dag og við skelltum okkur þangað. Flest árin mín í Svíþjóð hef ég verið á jólahlaðborði á góðum veitingastöðum á vegum vinnunnar. Valdís hafði hins vegar aldrei farðið í svona stórveislur og nú var tími til kominn. Þessi sænsku jólahlaðborð eru feikna vegleg og þegar ég fór fyrstu ferðina til að hlaða á diskinn minn taldi ég rúmlega 80 sortir og möguleika í trogum, á bökkum og í minni og stærri krúsum. Þessa talningu hef ég aldrei framkvæmt fyrr en oft hugsað mér að gera það. Það var hlýlegt og notalegt að koma inn í húsið, strákurinn sem snerist í kringum okkur var þægilegur og tók að sér að taka mynd af okkur. Þetta var gott kvöld. Sjálfur komst ég lítið lengra en að gæða mér á þeim mörgum laxréttum sem í boði voru. Hér fyrir neðan eru fjórar myndir frá samkvæminu.


Kommentarer
Anonym

Tjíííís!

2007-11-26 @ 11:35:10
Valgerður

Rosalega eruð þið fín og sæt.
Þetta hlýtur að hafa verið seðjandi og notalegt.

Kv
Valgerður

2007-12-03 @ 13:16:13


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0