Allraheilagramessa

Það er allraheilagramessa um þessa helgi eins og fólk veit. Í Svíþjóð minnist fólk látinna um þessa helgi og mjög margir kveikja á kertum á leiðum eða í minnislundum. Valdís kom á þá frábæru hugmynd að gera eigin minnislund í Sólvallaskóginum. Hún keypti skreytingu og tvö kerti og svo var gerður minnislundur á þann ainfalda hátt að setja sand í skógarbotninn, þekja yfir með gulu og brúnu laufi af hlyn og leggja svo niður skreytinguna og kertin og kveikja ljós. Hversu einfalt sem helst og svo hugsuðum við til þeirra nánustu sem hafa kvatt jarðlífið. Þeir eru orðnir býsna margir. Svo gengum við til baka og okkar daglegu sýslur á Sólvöllum héldu áfram fram á kvöld.
 Allraheilagramessa


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0