Ég tók lagið

Það hefur gengið vel á Sólvöllum síðustu dagana. Þegar búið var að klæða alla veggi í forstofu og baði með krossviði í fyrradag, laugardag, varð ég svo glaður að ég söng fyrir Valdísi. Annars er það í umræðunni að fá Martin Eriksson með hljómsveit sína, E-Type, að leika og syngja fyrir gesti þegar klósett og bað verða formlega tekin í notkun. Þessi krossviður á veggjunum er kallaður byggingarkrossviður og er frekar grófur. Innan á hann á svo að koma gipsónett. Er ekki hugmyndin með E-type góð?
GB
Og svo hneigði ég mig


Kommentarer
Anonym

Ég held hreinlega að hugmynd þín að bjóða E-type að syngja á klósettopnunarhátíðinni sé algerlega þín besta hugmynd síðan þú ákvaðst að bæta við stuguna. Kveðja, R.

2007-11-11 @ 20:58:18
Pétur Helgason

Jú, þetta er mikil snilldarhugmynd. Spurningin er bara hvort hann eigi að setja upp græjurnar inni á klósettinu, eða hvort það sé betra að hann keyri prógrammið inni í stofunni. /Pé

2007-11-11 @ 21:09:05
Guðjón

Þetta hef ég líka spáð í, hvar á hljómsveitin að vera, á klóinu eða ekki klóinu. Martin Eriksson er með svo langt hár að ef hann situr á klóinu og sturtar niður getur hann þvegið á sér hárið með því.

2007-11-11 @ 22:30:46
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Starri

Mér finnst nú að tilefni líkt þessu kalli á endurkomu íslensku gæðasveitarinnar "kamarorghestar"!

2007-11-17 @ 10:44:31
Valgerður

Mér þykir húmorinn heldur sækja í kúk- og pissátt.
Hafa það ekki verið ölög þessarar fjölskyldu.
En hvað eiga áheyrendur að vera?

2007-11-22 @ 09:32:27
Valgerður

Mér þykir húmorinn heldur sækja í kúk- og pissátt.
Hafa það ekki verið ölög þessarar fjölskyldu.
En hvað eiga áheyrendur að vera?

2007-11-22 @ 09:32:37


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0