Alltaf upptekinn

Góðan daginn!
Það er ekki einfalt að vera ellilífeyrisþegi, bara enginn tími til að blogga. Nei, það er ekki alveg svona. Það er val á verkefnum se hér ræður. Nú erum við afar upptekin við að koma baðinu í nothæft stand á Sólvöllum og það er engin neyð að vinna við það. Það er virkilega gaman og mjög nauðsynlegt verk og svo fer það bara svona að það er ekki tími fyrir blogg rétt á meðan. Hér um daginn eftir heimasókn Þóris og Auðar var ég búinn að blogga einhver ósköp og viti menn; ég sparaði ekki bloggið og það bara hvarf aldeilis dásamlega auðveldlega. Ekki varð ég yfir mig glaður en ekki reiddist ég heldur. Það hefði ég gert fyrir einhverjum árum, hefði fokreiðst og reynt að finna gilda ástæðu fyrir atburðinum. En sannleikurinn var sá að ég var ekki í bloggstuði og textinn var alls ekki  góður svo að það var kannski best að svona fór. Heimasókn Auðar og Þóris tek ég fyrir síðar. Þau eiga það skilið að þeim séu gerð góð skil.

Nú hefur kólnað verulega í veðri og komið haust samkvæmt einhverri hefð segir veðurstofan. Það er vestlægur hægur andvari, hálfskýjað og 14 stiga hiti. Við komum heim í gærkvöldi til að fara í sturtu, borga reikninga og fleira, en nú eftir andartak verður stefnan tekin á Sólvelli.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Valgerður

Ég hef heyrt þetta fyrr að menn hafai aldrei eins mikið að gera eins og eftir að þeir nám eftirlaunaaldri.
Kv
Valgerður

2007-08-27 @ 10:24:32


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0