Alþjóðadagur skógarins

Hún Rósa dóttir mín hringdi til mín í dag til að benda mér á að í dag er Alþjóðadagur skógarins og takk fyrir það Rósa. Ég tek því af fullri alvöru því hér erum við að tala um svo stóran hluta af þeirri náttúru sem við lifum í og þurfum að gefa svo mikið meiri umhyggju en við gerum.
 
 
 
 
Eftir samtalið gekk ég út í skóg bara svona til að heimsækja hann í tilefni dagsins. Ég heimsótti fururnar sem ég talaði um í síðasta bloggi og gáði enn einu sinni að því hvort ég hefð ekki alveg örugglega gengið samviskusamlega frá þeim þegar ég flutti þær inn í "minn" skóg.
 
 
 
 
Það hafði ég vissulega gert og ég tók nýjar myndir af þeim vegna þessað þær voru svo fínar að ég fann fulla þörf fyrir að birta nýjar myndir af þeim. Það var talað um fjölbreytni í texta sem ég las um í dag á Alþjóðadegi skógarins og það var talað um mikilvægi skógarins fyrir allt líf. Væntanlega verður flutningurinn á þessum furum inn í "minn" skóg, flutningur sem ég talaði um í síðasra bloggi, stærsta framlag mitt í ár til að viðhalda fjölbteytni í mínum nálægasta skógi.
 
 
 
 
Það var ef til vill ekki bráð nauðsynlegt að banani á diski og mjólkurpakkning væri með á þessari mynd frá fyrra sumri, en það sýnir þó svo að ekki verður um villst nálægð okkar á Sólvöllum við skóginn. Stóra tréð hægra meginn á myndinni er ein af Sólvallaeikunum. Þessi eik er nálægt veröndinni og hingað til hefur hún verið svo frábær til að horfa á. Ég hef horft á hana ásamt fleiri eikum og öðrum trjám dag eftir dag ár eftir ár og hún hefur verið mér sem verðmætasta málverk í heimi.
 
 
 
 
En nú er þessi eik orðin svo stór að hún getur tekið að sér fleiri hlutverk. Ég þarf að skipta um mold í laukbeðinu mínu vegna þess að í henni hef ég ræktað lauk í mörg ár og illgresið hefur tekið sér yfirráð í þessari mold. Ég horfði á eikina og krónu hennar og skógarbotninn í kringum hana og hugsaði að hér ætti moldin heima til að gera slétta grund undir krónunni þar sem gott væri að sitja á heitum sumardögum. Svo hóf ég verkið í fyrradag og er nú búinn að flytja einar 20 hjólbörur á svæðið sem ég þarf að jafna vel, þjappa og valta og áður en langt um líður að sá grasfræi. Svo þegar ég fer að slá þetta verða dagar illgresins í þessari mold taldir.
 
 
 
 
Ég er gæddur alveg frábærum eiginleika, þeim eiginleika að vanmeta erfiðið og tímann við að koma ákvörðunum mínum í verk. Ef ég hefði alltaf áttað mig á því hefði ég kannski oft á tíðum látið vera að byrja. En það er mjög lítið af því sem ég hef ráðist í á seinni árum sem ég hef séð eftir þegar allt er tilbúið. Ekki vissi ég um þennan stein þegar ég byrjaði moldarvinnuna. Hann stakk upp skallanum þannig að ég hefði þurft margar hjólbærur af mold til viðbótar tik að hylja hann og geta slegið flekkinn. Ég horfði á hann og gafst svo upp í huganum og sá að hann yrði að vera.
 
En allt í einu ákvað ég að sækja járnkallinn og kanna betur. Að lokum lá steinninn á lóðinni og ég var himinn lifandi, fannst sem ég hefði verið sterkur. En það var meira útsjónarsemi en afl sem gerði mér þetta kleift. Það voru jarðvegsbætur fyrir eikina að losna við steininn frá stærðarinnar rót og fá mold í staðinn.
 
 
 
Þegar ég byrjaði verkið taldi ég að ég þyrfti aðeins skóflu og garðhrífu ásamt hjólbörunum en þegar upp var staðið þurfti ég allt sem stendur upp við tréð ásamt smálítið fleiru.
 
Ég gerði skóginum gott á Alþjóðlega skógardeginum með nærveru minni og skapaði mér og fleirum möguleika á að eiga góðar stundir með honum.
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0