Minningar mínar um jól fyrir 70 árum

Það er föstudagskvöldið 23. desember og ég er í Stokkhólmi. Það erun jól á morgun. Ég er þreyttur og er genginn til náða og fer í gegnum vissar hugsanir sem hafa fylgt mér bæði í gær og í dag. Þessar hugsanir mínar eru minningar um jólin heima í afskekktri og fámmennri sveit á Suðurlandi um 1950 -minningar eins og þær koma mér fyrir sjónir.
 
Það mesta var skrúbbað og þvegið, fötin hrein, allir höfðu farið í bað við frekar frumstæðar aðstæður, smávegis af svolítið betri smáhlutum var tínt fram ásamt gömlum, litlum pappakassa með myndum frá liðnum árum. Það voru líka til kerti. Maturinn var betri, hann lyktaði notalega og ég trúði sjálfur á að dýrin fengju svolítið aukalega líka, á sjálfa aðfangadagskvöldið. Um jól gat fólk líka keypt eppli eða appelsínur, bara um jól, og eplin lyktuðu alveg unaðslega. Jólapökkunum fyrir sjötíu árum getum við bara gleymt. Hvað voru jólapakkar í minni sveit seinni hlutann af fimmta áratugnum? Aftur á móti voru alltaf ný föt af einhverju tagi og til dæmis nýir ullarsokkar voru unaðslega mjúkir og þægilegir fyrir lítinn fót.
 
Klukkan sex byrjaði útvarpsmessan. Mér fannst jólasálmarnir vera hreinu meistaraverkin og hvað þau sungu fallega í útvarpinu. Mér fannst líka jólaguðspjallið hrærandi fallegt. Allir fengu að borða svo mikið sem þeir vildu og svo lengi sem þeir vildu og svo var smnávegis sælgæti eða góður eftirréttur og síðan skoðuðum við myndirnar í gamla litla pappakassanum. Jólakort voru líka skoðuð.
 
Á jóladaginn var mikið sem fyrr en fólk gerði einungis það sem var nauðsynlegast að sinna. Þá mátti líka spila á spil eða hvort það var á annan í jólum og maturinn hélt áfram að vera betri. Svo var aftur jólamessa í útvarpinu ásamt fallegu jólasálmunum og jólaguðspjallinu. Venjulega var jólamessa í litlu kirkjunni í sveitinni og svo var jólaball fyrir yngri kynslóðina í byrjun janúar.
 
Þetta eru "mínar" minningar um jól fyrir um það bil sjötíu árum. Ég hakkaði mikið til jólanna og minningarnar um þessi einföldu jól eru ótrúlega friðsamlegar og fínar.
 
Kannski birti ég þetta á aðfangadagskvöld. Við sjáum til. Klukkan er tíu mínútur fyrir miðnætti og það er mikið af ljósum í höfuðstaðnum, jólaseríur, ljós í hundruðum þúsunda glugga ásamt hinum venjulegu götulýsingum. Víst er það fallegt -og minningarnar um barndómsjólin mín þar sem það lýsti ein pera yfir útidyrunum eru líka fallegar.
 
 
Hér fyrir neðan myndir frá jólum 2016 í Stokkhólmi
 
Guðjón, Pétur, Hannes Guðjón
 
 
Pétur, Hannes Guðjón, Rósa


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0