Blogg frá 3. nóvember 2015

 Þetta blogg skrifaði ég á sænsku og kallaði það "Kall úr sveitinni í höfuðborginni".
 
 
 
 Það var ekkert miskunnarleysi í morgun klukkan korter yfir fjögur þegar vekjaraklukkan í símanum mínum trommaði eins og höggspæta. Reyndar þægilegt miðað við hljóð í vekjaraklukku en greinilegt var það samt sem áður. Það var ekkert að velja um, það var bara að fara í fötin og taka nestisboxið og vatnið úr ísskápnum? Síðan var ferðinni heitið móti Hallsberg og í lestina, upp með nestið og síðan var það rólegur morgunverður um borð í lest.
 
Eftir Västerås blundaði ég eitt augnablik -fannst mér. Ha ha, sagði Susanne þegar við komum inn í norður Stokkhólm, þú svafst næstum alla leiðina frá Västerås. Hún kvartaði ekki, hún var glöð. Hún er bókstavlega alltaf glöð þessi kona og alltag mjög glöð þegar hún er á leið í skólann. Henni þykir vænt um það sem hún er að læra sem mér þykir þó ótrúlega flókið. Samt reyni ég að vera svolítið til hjálpar, alla vega að vera til hvatningar.
 
Á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokkhólmi hvarf hún inn í mannhafið á leið í innanbæjarlestina. Á járnbrautarstöðinni fékk ég mér gódan kaffisopa, horfði á fólk, las, velti fyrir mér lífinu og tilverunni og hafði það notalegt. Allt var í gríðarlega mikilli andstöðu við kyrrðina og rólegheitin í sveitinni á Sólvöllum. Ég hafði valið borð á frábærum stað á litlum veitingastað á stòðinni. Ég sá svo um að ég hafði gott útsýni yfir athafnir fólksins og að það væri rafmagn að finna í veggnum bakvið mig. Ég heyrði nið frá samtölum fólks, hljóð frá  ferðatöskum sem rúlluðu, stólum sem drógust til, og tilkynningar um komu og brottfarartíma lesta. Lífið var í fullum gangi.
 
Maður nokkur, kannski á mínum aldri, settist við næsta borð og sneri bakinu nokkuð móti mannfjöldanum sem gekk rösklega framhjá. Hann var eins og dálítið einsamall, ekki óvingjarnlegur, en svolítið órólegur. Ég sá að hann veitti mér athygli.
 
Ég ákvað að flytja mig, tók kaffibollan og brauðdiskinn og setti í rekka lengra inni á veitingastaðnum og þegar ég gekk til baka framhjá borðinu hafði maðurinn flutt sig þangað sem ég hafði setið og nú verkaði hann ánægður. Hér er eins og það sé gott að vera sagði hann og brosti breitt. Já, sagði ég, og svo fékkst þú volgan stól. Einmitt sagði hann, og svo hef ég rafmagn hérna í veggnum. Hann benti á innstunguna sem var þáttur í því að ég hafði setst þarna hátt í klukkutíma áður. Hann hafði þegar tekið upp iPadinn sinn. Við skiptumst á nokkrum orðum og lyftum svo hendi í kveðjuskini þegar ég fór. Það er líka hægt að ná sambandi við fólk á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokkhólmi.
 
Ég flutti mig upp á næstu hæð og fékk mér sæti á bekk með blað í hönd. Ég sá fólk um allt við bekki og borð. Meiri hlutinn horfði á farsíma sína og það var ögn skrýtið. Hvað gerir allt þetta fólk veifandi farsímunum sínum? Já, hvað gerði ég sjálfur einni hæð neðar áðan veifandi farsímanum mínum.
 
 Jú, ég hafði sent dagskrárstjóranum í Vornesi skilaboð og fengið skilaboð frá honum. Ég hafði líka fengið e-póst frá Íslandi sem ég hafði beðið eftir i tvo daga. En ég hafði í fyrsta lagi skrifað hluta af þessu bloggi og lesið. Ég hafði lesið um lítið lestarfyrirtæki sem er með skemmtiferðir á vissum árstímum frá mið Svíþjóð og langt norður í land. Þar hafði ég lesið um hvað hægt er að skoða i Vilhelmina ef við Susanne skyldum ferðast þangað, en hún þekkir vel til þessara sérstöku lestarferða. Við getum kallað þetta innlandslestina. Ég hafði í fyrsta lagi lesið og skrifað. Hinir gera það trúlega líka hugsaði ég og að eftir nokkur ár verði það álíka eðlilegt að veifa farsímunum sínum og það er í dag að lesa í blöðum og bókum í dag. Ég komst að því að ég hefði verid fordómafullur gagnvart svona löguðu.
 
Og seinna sama dag.
 
Ég sit nú á jarðhæð í versluninni Åhléns og hef nú drukkið ennþá einn bolla kaffi. Ég hef verið á efstu hæðinni og litið á leikföng handa hinum sex ára Hannesi Guðjóni barnabarni mínu. Ég hef rölt hingað og þangað og fer fljótlega til Kulturhuset. Rétt hjá borðinu mínu hafa setið tvær konur, kennarar trúi ég, og þær hafa talað ákaft um uppeldi, athafnir og atvik í samfélaginu. Hljóðlega hef ég setið álútur yfir iPadinum mínum og skrifað, núna á þriðja staðnum þennan morgun.
 
Og hvað getur maður svo gert í Stokkhólmi. Það virðast ekki vera nein vandræði. Sex tímar hafa liðið og núna eru það um það bit tveir tímar þangað til Susanne kemur frá skólanum. Svo verður það lígflegt -ærlegurr matur, notalegheit og meira rölt og svo heimsókn til barnabarnsins. Mig grunar að hann bjóði upp á gistingu.
 
Er það mögulegt að maðurinn sem tók sætið mitt á járnbrautarstöðinni í morgun sitji þar ennþá og skrifi á iPadinn sinn.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0