Jón á Reyni

Það eru yfir 30 ár síðan ég hitti Jón á Reyni í fyrsta skipti. Þá sá ég þegar í stað að hann hafði eiginleika sem mig langaði að hafa meira af. Þessi eiginleiki heitir yfirvegun og hann jók á virðingu mína fyrir þessum manni.
 
Jón Sveinsson á Reyni er dáinn og hann verður jarðsunginn frá Reyniskirkju í dag. Kynni mín af honum eru þannig til kominn að hann er tengdafaðir Valgerðar dóttur minnar, faðir Jónatans Guðna manns Valgerðar.

Það var alltaf gott að hitta hann og hann var alltaf glaður í lund og við höfðum alltaf nóg að tala um. Hann var fróður og fús á að deila með sér af fróðleik sínum og hann var gætinn í umgengni eins og yfirvegðir menn vissulega eru. Ég hef oft sagt um Jón á Reyni að hann væri vís maður.

Þannig birtist hann mér í sannleika sagt þegar ég hugsa til hans núna og svo hefur verið lengi. Jón á Reyni er farinn heim í hinsta sinn og ég finn fyrir söknuði. Ég skil ykkur börn hans vel og alla hans nánustu að þið finnið fyrir djúpum söknuði og sorg. Ég samhryggist ykkur öllum og við Jón segi ég; þakka þér fyrir alla okkar ánægjulegu fundi og spjallstundir. Vegni þér vel þar sem þreyttur og slitinn líkami ekki hrjáir neinn lengur.
 
 
Hér er Jón ásamt eftirlifandi konu sinni, Erlu Pálsdóttur. Myndin var tekin þegar hann fagnaði 90 ára afmælisdegi sínum þann 2. apríl á Eyrarlandi í Reynishverfi.
 
 
Jón og Erla ásamt börnum sínum. Á myndina vantar dótturina Þórnýju, en hún fór á undan pabba sínum í sína síðustu ferð heim og getur tekið á móti honum nú. Þessi mynd er líka tekin í 90 ára afmæli Jóns.
 
 
Hér er Jón ásamt Sigrúnu Dísi en við erum báðir langafar hennar. Sigrún Dís er dóttir Guðdísar sem aftur er dóttir Valgerðar og Jónatns Guðna.
 
 
Dagur að kvöldi kominn.


Kommentarer
Arny

Falleg grein maga minn.Fæ bara hlýja strauma að sjá myndirnar frá Falun,,,,margar góðar minningar þaðan.Liði ykkur vel.Kveðja.

Svar: Falun er góður staður og umvefur hjartað með hlýju.
Gudjon

2017-07-08 @ 12:38:19


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0