Og að lokum til námunnar í Kristineberg

Hér kemur þriðja bloggið mitt um ferð sem við Susanne fórum upp í Lappland árið 2016, ferð sem ég endurpplifði á svo skemmtilegan hátt liggjndi á grúfu í rúminu mínu morgun einn í vetur, og mér fannst upplifunin svo góð að ég skrifaði hana niður þá þegar.
 
Þarna um morguninn þegar ég hafði hugsað mig í gegnum þetta allt sem ég hef skrifað um í síðustu tveimur bloggum kom að lokum upp í huga mér ferð okkar til Kristineberget. Þangað fórum við frá bæ sem heitir Arvidsjaur og er ennþá norðar en Fatmomakke, Saxnes og Vilhelmina. Þegar við komum til Kristineberget stigum við inn í litla rútu sem síðan ók upp í lágt fjall og þaðan niður í námu. Þar niðri settumst við á bekki í lítilli kapellu sem er á 90 metra dýpi og ung kona sagði sögu frá því þegar starfsmaður á gröfu kom niður í námuna snemma að morgni. Eftir að allt ryk hafði fallið niður eftir síðustu sprengingu skyldi hann nú vinna við það sem sprengt hafði verið kvöldið áður.
 
 
Þegar ennislampi hans lýsti upp í hvelfinguna fyrir framan og ofan hann sá hann mynd þar uppi á bergveggnum, mynd af Jesú. Hvað eftir annað lýsti ennislampinn upp í hvelfinguna og fyrir honum var það bara þannig; það var mynd af Jesú upp í hvelfingunni. Fleiri komu þarna niður sem ennþá höfðu ekki heyrt um myndina en sáu hana samt. Ljósmyndarar tóku sig til og tóku mynd af þessu fyrirbæri og fréttin barst út, út til annarra landa og blöð sýndu mynd af Jesúmyndinni í Kristinebergs námunni og fólk streymdi þangaðí pílagrímsferðir. Þetta var árið 1946 og alheimur enn í hræðilegum sárum og miklum þjáningum eftir aðra heimsstyrjöldina. Fréttin barst út um hinn hrjáða heim og mannkynið eygði ljós í myrkrinu; mynd af Jesú hafði fundist á námuvegg upp í Skandinavíu.
 
 
 
 
Samkvæmt lýsingu konunnar sem sagði okkur frá á þessi atburður að hafa linnað þjáningar margra í heiminum eftir atburði styrjaldarinnar og gefið von um nýja og betri tíma. Það er margt hægt að lesa um Jésúmyndina í Kristineberg (Kristusbilden) og frásagnir eru ólíkar og sumir draga dár að en aðrir eru gætnari. Ég hef hér að leiðarljósi frásögn konunnar sem fylgdi okkur niður í námuna. Hafi þetta gefið mannkyni von eftir skelfilega atburði fyrir meira en 70 árum sé ég það bara af góðu. Ég yfirgaf námuna ekki alveg ósnortinn get ég lofað og það lokkaði fram margar hugsanir. Í dag er hæpið að nokkur finnist á lífi sem eiginlega man eftir þessu en það finnst mikið skráð um það.
 
 
Þegar hér var komið sögu í svefnherberginu á Sólvöllum var klukkan yfir dyrunum að verða tuttugu mínútur yfir átta og ég ennþá liggjandi á grúfu. Við hlið mér var andardráttur að breytast og síðan byrjuðu hreyfingar sem bentu til að nú væri farið að morgna. Morgunferðalaginu mínu upp í Norrland var lokið. Þessi upplifun í mars mánuði í ár af eins og hálfs árs gamalli minningu var svo ótrúlega skýr og ég taldi það ekki hafa verið draum. Ég gekk að tölvunni svo fljótt sem ég gat og skrifaði þetta niður. Síðan eru nú fleiri mánuðir. Við ætlum til Saxnes, Fatmomakke, Stekenjokk, Stora Blåsjön og margra annarra staða í sumar, þarna mitt í hljóðlátu skógi vöxnu víðfeðminu og vera þar saman undir blárri himinhvelfingunni hvort sem skýin verða þar á milli eða ekki. Aldrei er Susanne betri félagi og vinur en þegar við erum saman þarna uppi.
 
 
        Þessa mynd tók ég ófrjálsri hendi á netinu og veit ekki hver ljósmyndarnn er en ég vona að hann fyrirgefi
        mér stuldinn. Efri myndina tók Susanne og þó að sú mynd sé óskýrari en þessi sést myndin á
        kvettavegnum betur þar. Á þessari mynd sést kapellan hins vegar betur. Kapellan er á 90 m dýpi en
        atburðurinn átti sér stað á 107 m dýpi. Jesúmyndin er máluð á vegginn eftir ljósmyndum.
 
Ég á eftir að birta eitt blogg enn sem framhald á þessum þremur bloggum um Lapplandsferðina. Það blogg verður svilítið um mannlífið þar uppi og á vorri jörð.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0