Í dag, fyrir einu ári síðan

Þessi frábæra mynd er frá fjallaveröldinni í vestra Jämtland og í miðpunkti er Lappakapellan á Kolåsen. Myndina tók Anna Romare Blyckert, Kolåsen.
 
 
 
 
Það er misjafnt hvað fólk segir um einkalíf sitt og fyrir suma er óhugsandi að segja frá því sem fyrir aðra er hversu auðvelt sem helst að tala um. Flest/margt fólk sem býr saman er gift. Það eru haldnar brúðkaupsveislur og í mörgum slíkum eru haldnar ræður. Við Susanne erum ekki gift en hér er ræðan okkar.
 
Fyrir einu og hálfu ári síðan vorum við Susanne i versluninni Guldfynd i Marieberg. Ég ætlaði að kaupa hring handa henni sem hú átti að fá þegar hún yrði 60 ára. Mér fannst einfaldast að  hún væri með, fengi að velja og stærðin væri frágengin. Þegar allt var tilbúið, borgað og hringurinn innpakkaður, var eins og eitthvað væri ógert. Hljóð röltum við um og sögðum ekki svo mikið. Við vissum bæði hvað það snerist um og að lokum sagði annað hvort okkar; "eigum við að kaupa hringana núna".
 
Síðan keyptum við hringa sem kallast trúlofunarhringar. Ég er ekki svo viss um að við hugsuðum nákvæmleg um trúlofunarhringa en það voru hringar sem áttu að hafa mikla þýðingu. Við höfðum undirbúið að fara í fjögurra vikna ferð upp til Norrland og við ákváðum að setja upp þessa hringa undir Norrlandsferðinni. Það myndum við gera þegar við kæmum til einhvers staðar þar sem það mundi vera eins og alveg sjálfsagt að gera það.
 
Fjórum mánuðum seinna fórum við upp til Norrland og hringirnir voru með í farangrinum. Fyrstu þrjár vikurnar kom aldrei upp hugsunin um að hér væri rétti staðurinn. Næst síðustu helgina fórum við frá fjallahéruðunum í norðvestra Jämtland niður til Kolåsen sem er í fjallahéruðunum í vestra Jämtland, kær staður þar sem við höfðum verið nokkrum sinnum  áður.
 
 
 
 
 
 
Nú byrjuðu hringarnir að óska eftir aðgerðum. Við ákváðum að fara til Lappakapellunnar, taka hringina með og heimsækja Hugleiðslustaðinn sem er til hægri bakvið kapelluna, niðri í lægð í landið aðeins bakvið kirkjugarðinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Frá þessum svo kyrrláta stað er svo einstaklega fallegt útsýni gegnum V í skóginum sem trúlega er skapað af manna höndum milli grenitrjánna. Og þar er bekkur og sitji maður á bekknum hefur maður einmitt þetta dásamlega útsýni sem okkur tekst ekki almennilega að fanga með myndavélunum okkar. Bekkinn köllum við hugleiðslubekkinn.
 
Þat tókum við upp hringina og settum þá á hvors annars hendur og í dag er eitt ár síðan. Þar með kem ég að hinni miklu þýðingu hringanna sem ég nefndi í byrjun. Hringarnir þýða; að ég lýg ekki að þér, ég plata þig ekki, ég fer ekki bakvið þig með nokkuð, ég er ekki vondur við þig, ég röflar ekki í návist þinni, ég hrekki þig ekki, ég geri ekki óréttlátar kröfur til þín. Ég svík þig ekki og ég hæðist ekki að þér. Og fleira sem við hreinlega gerum ekki móti hvort öðru er innifalið í því samkomulagi sem hringarnir staðfesta. Hringarnir eru tákn, þeir tákna að hið góða eigi að hafa völdin í lífi okkar.
 
En -meira að segja ég- "hef mina bresti". Á vissum sviðum höfum við ólíkar skokðanir, við erum ekki sammála, og það getur leyst úr læðingi þunga tóninn eða orð sem ekki skulu hafa verið sögð. Sem betur fer er til í móðurmálum okkar frábært orð sem heilar ef það er notað með hjartað í bakgrunninum -það er orðið fyrirgefðu. Að geta lagt sig á hnéð og beðið um fyrirgefningu er heilandi, alveg sérstaklega fyrir þann sem gerir það.
 
Líf manneskju er skóli lífsins. Það er mikið að læra af lífshlaupinu og ég vil meina að ég hafi lært heil mikið -en aldrei nægjanlega. Mikið af því sem ég hef þó lært mundi ég í dag vilja að ég hefði lært mikið fyrr en ég gerði. En ég gerði það ekki og það fæ ég að lifa með.
 
 
 
 
 
 
Svo sátum við um stund á bekknum sem við köllum hugleiðslubekkinn og í fyrstu vorum við hljóð. Hin mikla ábyrgð sem hringirnir innsigluðu tókum við ekki með neinni  léttúð, við meðtókum það í fullri alvöru. Við höfðum það hvergi skrifað, við lásum það ekki upp fyrir hvort annað, það einfaldlega fannst innra með okkur.
 
Þegar ég lít á myndina af mér hér fyrir ofan sé ég að ég er svolítið hallandi í andlitinu og gleraugun halla í samræmi við það. En sem betur fer reyndi ég ekki að vera nokkur annar en ég er á myndinni. Minn innri maður er svipaður, ég er svolítið skakkur þar líka. Ég er ekki bestur í neinu og mér finnst það ekki svo mikilvægt en ég vil duga -ég vil duga vel.
 
Susanne, sem á myndinni situr við hlið mína, starir ekki á mína síðri hliðar, hvorki í því ytra eða innra, en hún getur bent mér á þegar ég sýni þær. Móti mér, bara eins og ég er, er hún ótrúlega fín mnneskja. Endalaust þakklæti fyrir það Susanne. "Víst höfum við það gott", segir hún oft og svo komum við til með að hafa það svo lengi sem við erum trú heitunum sem hringarnir innsigla.


Kommentarer
Áslaug

Falleg orð og fallegar hugsanir á fallegum stað. Dýrmæti.

Svar: Takk Áslaug mín.
Gudjon

2019-08-07 @ 20:14:58


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0