Gamla hurðin kvaddi í árslok

Já, svo fór það þó að lokumað gamla hurðin kvaddi á gamla árinu og sú nýja tók sess hennar. Það er nú óttalegur munur að sjá þetta. Þegar hurðin var komin á lamirnar lagði ég hana aftur og gekk nokkur skref aftur á bak og virti fyrir mér eins og þetta væri átak á stærðargráðunni Kárahnjúkar. Að vísu var það það fyrir mig. Nú sit ég hér harðánægður og það eru rúmir fjórir tímar eftir af gamla árinu. Valdís segir að mynd sem við ætlum að horfa á sé að byrja og þar með segi ég gleðilegt ár, Valdís einnig. Ég sé líka að ég raðaðiþessu öfugt upp. Meiningin var að næsta mynd á eftir yrði á undan. En svona er það að gefa út flókna bloggsíðu. Það verða öðru hvoru óhöpp.

Gamla hurðin kvaddi í árslok


Kommentarer
Anonym

Mér finnst nýja hurðin flottari en sú gamla. Þó svo að sú gamla hafi verið voðalega fín. Áramótakveðja, R

2007-12-31 @ 21:03:53


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0