Jaðrar við framhjáhald

Það er svo langt síðan ég hef sagt langar framkvæmdasögur frá Sólvöllum að það fer að jaðra við framhjáhald. Það er gamlársdagur og ekki seinna vænna en segja nokkur orð um framkvæmdirnar. En fyrst um heilsufar okkar hjóna. Ég sagði hér um daginn svolítið af heilsufari Valdísar, en viti menn. Stuttu síðar vár sjálfur ég orðinn svona líka drullu kvefaður (fallega orðað). En svo bara einn morguninn vöknuðum við bæði mikið hressari. Sjálfsvorkun mín breyttist í barnslega gleði en Valdís tekur svona með jafnari lund.

Jaðrar við framhjáhald
En nú er komið að Sólvöllum. Til að húsið gæti kallast fokhelt á sínum tíma smíðaði ég tvær útihurðir úr óhefluðum borðviði úr Sólvallaskóginum. Hurðin á myndinni er inn í nýju forstofuna. Þar sem allri grófari vinnu þarna inni var nú lokið var komið má til að setja í nýja útihurð. Nýja hurðin var jú búin að bíða ísetningar frá í júní og tók bara pláss inn í stofu eins og við segjum. Það var í fyrradag, síðasta dag í kvefi, sem við fórum á Sólvelli og ætlaði ég nú að setja í hurðina og láta hendur standa fram úr ermum. Ekkert komst í verk og ég leitaði að einu og öðru mest allan daginn, til dæmis skrúfupakka sem fannst alls ekki og svona gekk dagurinn og svo fórum við heim. Það eina sem skeði með útihurðina var að hana bar ég úr stofunni út í forstofu. Við fengum okkur líka kaffi, ég með hálfgerðum hundshaus. Ég var ekkert ánægður með daginn en kíkið á næstu mynd fyrir neðan.


Kommentarer
Guðjón

Þessi mynd var hugsuð á undan næstu fyrir ofan.
GB

2008-01-02 @ 19:04:30
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0