Jólakonsert í kirkjunni okkar

Í gærkvöldi var jólakonsert í kirkjunni okkar hérna handan við hornið. Ég er svo hrifinn af þessum söng- og tónlistarsamkomum sem koma mér alltaf jafn mikið á óvart. Það er bara eins og allir geti gert eitthvað. Ósköp hverdagslegur maður sem sat tveimur stólum til hægri við mig stóð allt í einu upp og fór að leika á saxafón. Annar sem sat í hálfgerðum hnút svolítið framar færði sig allt í einu að píanóinu, settist þar á stól og lék svon líka fínt á gítar. Tvær unglingsstelpur sem sátu eins og hver annar kirkjugestur gengu allt í einu fram og sungu einsöng. Svona gæti ég haldið áfram lengi. Hrærður sat ég bara og fylgdist með og mér varð hugsað til þess ef svona kennsla hefði verið ríkjandi þegar ég var í barnaskóla á Klaustri. Tónlistar- og söngkennsla í Skógum hefði komið of seint því að þá var ég kominn alvarlega á feimnisaldurinn. Þessi kennsla hefur mjög lengi verið sjálfsagður hluti skólastarfs. Hún Valdís konan mín er þarna fyrir miðri mynd sjáið þið. Sá sem situr við píanóið í þetta skiptið er einn þeirra sem komu mér á óvart.
Jólakonsert í kirkjunni okkar


Kommentarer
Anonym

annúa -húa halí.

2007-12-17 @ 16:49:25


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0