Ljósafoss í Stokkhólmi

Þegar Valdís varð  65 ára um daginn fékk hún miða á söngleik í Stokkhólmi í afmælisgjöf frá Rósu og Pétri. Miðarnir voru fjórir og Valdís fékk að ráða hverjum hún byði með. Og hún bauð mér, Rósu og Pétri sem kom ekki alveg á óvart.  Á tilsettum degi fórum við því til Stokkhólms og höfðum góðan tíma svo að við fórum meðal annars á Skansinn eins og það heitir og skoðuðum þar jólamarkað. Á jólamarkaðinum var margt að sjá og á Skansinum almennt er margt að sjá. Öllu heldur alveg gríðarlega margt og svo fátt sé nefnt; glerblástur, þjóðbúningar, héraðabúningar, gamlar byggingar, dýr og alveg mýgrútur af fólki. Þarna er að finna nokkuð sem samsvarar Árbæjarsafninu í Reykjavík. Hér á myndinni sjáum við ljósaskreytingu sem myndar foss á klöppum við innganginn á Skansinn. Nokkrar myndir frá þessari Stokkhólmsferð fylgja hér fyrir neðan.

Hvað söngleikinn áhrærir var hann alveg frábær. The saund of music, og ekki vissi ég fyrr en við lásum leikskrána að sagan að baki söngleiknum er sönn.
Ljósafoss í Stokkhólmi


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0