Það er gaman að þessu

Bæði vorum við á Sólvöllum í dag hjónin og ég vann við smíðar en Valdís prjónaði, lagaði til, bjó til kakó og las. Það gekk vel í dag og það nálgast að búið sé að setja panel á alla veggi. Það gekk vel sagði ég. Smiður í akkorði hefði gert grín að mínum afköstum en það skiptir mig ekki máli. Aðalmálið er að ég geri þetta eins vel og mér sýnist og að það er gaman að öllum smíðum á Sólvöllum. Eins og ég sagði einhvern tíma áður að eftir að ég hætti að liggja á hnjánum við að grafa holur og eftir að vinnu á þakinu lauk, þá eru öll smíðaverkefni hátíðaverkefni. Svo þegar einhverjum áfanga er lokið, hvort sem hann er stór eða pínu lítill, þá er hreina dásemdin að geta gengið svolítið aftur á bak eða frá húsinu og ég virði fyrir mér verkið, þá finnst mér alveg frábært að vera til. Það var sól í dag og svo sem fjögurra stiga hiti og alveg frábært smíðaveður.

Valdís er hressari, já já segir hún, þetta er allt að koma. Ég er líka hressari. Ég talaði um hjúkrunarfræðing um daginn sem sagði að maðurinn hennar notaði glukósamín með frábærum árangri. Ég sagði lika að ég hefði keypt glukósamín sama dag. Ég get ekki betur fundið en að það sé farið að skila árangri. Þegar ég kem frá Sólvöllum keyri ég oft að bæjarhluta í Örebro sem heitir Brickebacken og þaðan keyri ég svo heim. Þegar ég tek síðustu stefnuna heim þarf ég að keyra inn á aðalgötu og hagar á þannig til að ég verða næstum að líta aftur fyrir mig til að gá að umferð. Ég var orðinn allt of stirður í hálsinum til að gera þetta. Þegar við vorum á leið heim nú í kvöld og ég þurfti að líta aftur fyrir mig á þessum gatnamótum merkti ég að það var orðið mikið auðveldara en það hefur verið lengi. Ég varð himin lifandi og gat mér til um að hér væri glukósamínið byrjað að skila árangri eftir tveggja vikna notkun. Ekki slæmt það. En margt getur hjálpast að. Ég er mikið úti og hreyfi mig mikið á Sólvöllum og anda að mér miklu af hreinu lofti. Það er svo sem ekkert nýtt, en eftir að það kólnaði hér um daginn var eins og loftið yrði mikið hreinna og betra að anda inn.

Svolítið um glukósamínhjúkrunarkonuna. Við vorum þrír af Örebrosvæðinu sem þurftum að fara í berklaathugun á sjúkrahúsinu í Örebro vegna nærveru við berklasjúkling. Fyrstur fór ég, síðan hann Ingimar og síðastur hann Benní. Allir þurftum við að mæta tvisvar og allir hittum við sömu hjúkrunarkonu. Hún er á mínum aldri. Þegar Benní var á sjúkrahúsinu í seinna skiptið sagði hjúkrunarkonan nokkuð skemmtilegt. Hún sagði að við værum allir sérstakir menn og þægilegir að hitta. Og svo sagði hún að ef hún fengi vandamál með alkohól, þá mundi hún vilja koma í Vornes til að fá hjálp. Þetta voru frábær meðmæli.

Gangi ykkur allt í haginn og farið vel með ykkur. GB


Kommentarer
Rosa

Veistu það pabbi minn að þú mátt vera alveg jafnlengi og þú vilt við þetta smíðerí. Gott að glúkósamínið virkar! Hér er kominn kvöldmatur. Búin að þvo. Núna er ég með hrein föt fyrir ferðina til Lugano á morgun. Kveðja, R.

2007-02-03 @ 19:29:55
Valgerður

Það fylgir góð líðan góðu verki, ekki satt. Það er gott að þið eigið notalegar studnir að Sólvöllum.
Kveðja úr sjnónum en blíðunni í Vestmannaeyjum.
Valgerður

2007-02-04 @ 19:02:41
Valgerður

Stundir og snjónum ;)

2007-02-04 @ 19:04:23


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0