Aaaaleinn heima

Það verður svo sem ekkert blogg í kvöld en ég ætla að prufa aðferðina sem hún Rósa J benti á að skrifa fyrst í Word og kópera svo inn á bloggið. En svona til að segja eitthvað þá er hún Valdís á kóræfingu og mér hefur ekki orðið neitt úr kvöldinu. Ég kom seint heim og svo voru tvö símtöl út af vinnunni. Hann Kjell er nefnilega að hugsa um að vera veikur annað kvöld og þá þurfti ég að fá varamanneskju fyrir hann annað kvöld ef hann lætur verða af hugsun sinni. Annars er Hann Kjell duglegur og hann er ekki veikur að gamni sínu. Svo horfði ég á frétt um umhverfisvæna bíla og EU kröfur varðandi útblástur. Þar með er eiginlega hetjusögu kvöldsins lokið og bara komið mál fyrir mig að bursta og pissa og slá til fiðrið í koddanum mínum svo að mig dreymi vel í nótt. Kannski verð ég kominn í ferðalag með Óla lokbrá þegar Valdís kemur heim úr kirkjunni. Það er frost og verður frost og fallegt verður veðrið um helgina og gott að vera í sveitinni við smíðar. Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Guðjón

Og það tókst Rósa J

2007-02-07 @ 20:43:07
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Rosa

Hér í Lugano er þoka og ég er búin að pakka og er tilbúin að fara heim. Bara einn vinnudagur eftir. Tek rútu héðan til Malpensa (flugvöllurinn fyrir norðan Mílanó) og svo flyg ég klukkan 19.45. Lendi í Stokkhólmi um miðnætti. Vonandi verða engar seinkanir. Það verður gott að lúlla heima í nótt.

2007-02-08 @ 09:40:35
Rósa J

Það er gott að heyra. Vonandi missum við þá ekki af fleiri gullmolum.

kveðja, Rósa.

2007-02-08 @ 13:01:42
Rósa J

Ég samhryggist ykkur vegna andláts vinar þíns, Guðjón minn.

kveðja, Rósa.

2007-02-12 @ 13:40:50
Guðdís

hææj hææj er kanski hægt að seta svona gestabók eða eitthvað svoleiðis nei er bara að grínast í þér;) ;O) en ég hlakka allveg svakalega að koma og kanski að sjá sólvelli ;) þetta er allveg frábrær sumarbústaður og rosalega fallegur skógur en hef ekki fleira að sega nema bææj bææj og bið að heilsa öllum bææj kveðja Guðdís

2007-02-12 @ 20:54:20


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0