Eins og tómur fuglahólkur

Hún Guðdís dótturdóttir mín segir að hún hlakki alveg rosalega til að koma í heimsókn. Þá vitum við afi og amma að við fáum heimsókn. Hún segir ekki hvenær hún komi og kannski hún bara hringi dyrabjöllunni allt í einu og spyrji hvort hún megi koma inn. Eða að hún komi allt í einu hlaupandi út úr skóginum á Sólvöllum og geri okkur ömmu og afa illt við. Maður veit aldrei. Auðvitað er hægt að setja gestabók á bloggið Guðdís, en ég verð nú að fá hjálp til þess. Ég er óttalegur tölvuklaufi.

Ég vinn fram að hádegi á morgun og hvert ætli við förum svo sem eftir það. Auðvitað á Sólvelli. Allir vegir liggja þangað. Ég ætla að smíða sum stund og svo ætlum við að setja við í poka og svo ætlum við til Stokkhólms með þessa viðarpoka á laugardaginn. Við ætlum að heimsækja Rósu og Pétur og okkur finnst afar merkilegt að í Stokkhólmi hiti fólk upp með við úr Sólvallaskóginum.

Ekki veit ég af hverju, en ég er eiginlega ekki í nógu góðri stemmingu til að skrifa. Ég hélt að mundi alveg ausa úr mér vel skrifuðu efni, en þegar ég var sestur við tölvuna varð ég alveg eins og tómur fuglahólkur og starði bara fram fyrir mig. Ég bæti úr þessu seinna. Kannski annað kvöld ef smíðarnar á Sólvöllum ganga vel.

Gangi ykkur allt í haginn. Guðjón


Kommentarer
Valgerður

Nú er Jónatan á leið til Noregs þar sem hann mun verða á skíðum næstu þrjá daga og svo í skólaheimsóknum. Við sem þekkjum Jónatan vitum að hann og skíði eiga sér ekki langa né farsæla sögu hehe. Við mæðgur ætlum að skreppa austur í Skaftafellssýslu á morgun og eyða þar helginni. Útskrifaði 20 skólaliða af 70 stunda námskeiði í dag, það var notalegt.
Kveðjur til Svíþjóðar.
Valgerður

2007-02-15 @ 23:09:00


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0