Enginn tími

Þetta er ekki nógu gott. Ekki hef ég bloggað lengi og ekki skrýtið. Í gær ætlaði ég að horfa á sjónvarpsfréttirnar klukkan hálf átta, settist niður og lét fara vel um mig og vaknaði kl hálf níu. Enga sá ég fréttina, fyrir utan þá fyrstu að hálfu leyti og man ekki um hvað hún fjallaði. Samt hafði þeim tekist að senda út fréttirnar án minnar þátttöku. Í kvöld horfði ég á Så skall det låta frá kl átta til níu. Eftir 45 mínútur sofnaði ég en þrátt fyrir það tókst þeim að senda út síðustu 15 mínúturnar. Fólki virðist takast næstum hvað sem er án minnar þátttöku en mér gefst ekki tími til að skrifa á bloggið mitt. Haldið þið að það sé skemmtilegt að búa með svona manni? Núna er ekki um annað að ræða fyrir mig en fara að sofa enda hálftími síðan ég vaknaði.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Rosa

Ha ha ha, þetta var nú með fyndnari bloggum sem ég hef lesið. Meira að segja betra en eyrnahárabloggið.

2007-02-23 @ 22:45:28


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0