Byggingarvinna og ellilífeyrir

Frímánudagur var hjá mér í dag og margt komst í verk. Það fyrsta var að fara í lungnamyndatöku og það gerðum við bæði. Valdís vegna þess að hún hefur verið með lungnabólgu og hefur ekki náð sér samkvæmt væntingum. Ég fór í myndatöku vegna þess að fyrir sjö mánuðum var í meðferð í Vornesi 43 ára gamall maður. Fyrst var hann í meðferð í einn mánuð og á næstu sex mánuðum var hann fjórum sinnum í endurkomu og var þá þrjá daga hverju sinni. Fyrir fáeinum vikum var hann í síðustu endurkomunni og nokkrum dögum seinna greindist hann með berkla. Þá var sett í gang stóráætlun til að sjá hverja hann hafði hitt og síðan eru allir þeir sem hann hefur umgengist sendir í lungnamyndatöku athugun. Þess vegna fór ég í myndatöku, fékk berklaprufu setta í annan handlegginn og yfirheyrður dálítið. Svo á að líta á berklaprufuna á fimmtudaginn. Ég sé þetta í fyrsta lagi sem góða skoðun og heilsueftirlit. Ef einhver greinist með smit er það pensilínkúr sem gildir og svo er það úr sögunni fyrir utan það að þá er farið að leita uppi þá sem sá smitaði hefur hitt. Þetta getur því orðið langdregið verkefni. En sem mér skilst eru berklarnir ekki bráðsmitandi. Svo ekki meira um það.

Síðan fór ég á Sólvelli og var þar við smíðar í fjóra tíma. Síðan ég hætti að liggja á hnjánum við að grafa holur eða leggja frárennslislagnir eða þá að vinna upp á þaki við hluti sem ég hef aldrei gert áður, þá gengur bara allt á undan áætlun.  Áður gekk allt langt á eftir áætlun. Það var mikið gott að vita ekki fyrirfram hvað verkin mundu taka langan tíma. Ef ég hefði alltaf vitað það hefðum við sennilega aldrei byrjað á viðbyggingu. En nú er það stóránægja hverju sinni sem hverju verkinu á fætur öðru lýkur á undan áætlun.  Einn svona dag hafði ég í dag. Það miðar vel áfram á Sólvöllum.
Klukkan fimm var ég mættur í bankann okkar í Kumla. Við skiptum við banka þar vegna þess að hún Helena nágranni okkar og sú sem seldi okkur bústaðsréttinn vinnur þar. Helena hafði boðið mér að fá ellilífeyris-  og hlutabréfasérfræðing til að líta á fjármál mín. Mikki kallast hann og virtist vita hvað hann talaði um. Hann ætlar að reikna all nákvæmlega út hversu mikið ég fæ hér í Svíþjóð, athuga að ég fái allt sem mér ber og sjá til að skatturinn verði lagður á þannig að ég fái engan eftirskatt. Þetta kostar ekkert annað en þau fastagjöld og vexti sem ég þegar borga til bankans. Gott hjá Helendu að stinga upp á þessu.

Svo aðeins um heilsu mína. Hjúkrunarkona sem ég hitti á sjúkrahúsinu í morgun spurði eftir heilsufari mínu. Ég sagðist vera hraustur utan við slitna mjöðm. Þá sagði þessi ágæta kona að maðurinn hennar væri líka fæddur 1942 eins og ég og hefði mjaðmavandamál. Og nú ætla ég að segja það sem ég má eiginlega ekki segja sagði hún. Hann fór einn dag að taka glukósamín og lagaðist mjög mikið við það. Hún lagði áherslu á "mikið". Ég keypti mánaðar skammt af glukósamíni eftir dvölina á sjúkrahúsinu. Nú hlakka ég til að verða mikið betri og vona að ég geti sofið. Ég nefnilega gefst alltaf upp á að taka vítamín þar sem ég sef þá mikið lausari og hvíldarminni svefni. Það þykir mér benda til að ég fái allt nauðsynlegt í fæðunni. Annars finnst mér heilsa mín vera afar góð miðað við aldur og i dag var ég hlaupandi upp og niður stiga á Sólvöllum. Það var ekkert mál fyrir mig og þar að auki var skítkalt í dag, eða 13 stiga frost. Það vissi ég ekki fyrr en ég hætti því að þá leit ég þá á hitamælinn. Stundum varð ég að vinna án vetlinga í dag og það var ekkert vandamál. Ég er ánægður með þetta og ef ég verð líka betri í mjöðminni verð ég ennþá ánægðari.

Gangi ykkur allt í haginn


Kommentarer
Valgerður

Duglegur pabbi minn þrátt fyrir aldur og fyrri störf.
VG

2007-01-22 @ 20:45:48
Rósa J

Mikið er gott að lesa svona jákvæðar fréttir. Maður fyllist bara krafti og gleði við að lesa þær. Haltu bara áfram að vera glaður og ánægður, Guðjón minn.
Við söknum þess að vera ekki lengur nálægt ykkur.

Bestu kveðjur frá Gautaborg.

2007-01-25 @ 15:45:03


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0