Var það bara tilviljun?

Í morgun leit ég yfir gamlan e-póst og sá meðal annars mail frá honum Val með bráðskemmtilegu efni um skánskan þungavélaunnanda. Ég skrifaði nokkrar línur og sendi þetta svo áfram til dætranna Rósu og Valgerðar og þá skrifaði ég svolítið um hann Val, þann ágætismann. Síðan fór ég á Sólvelli til að smíða eins og ég geri í flestum frístundum og tala oft um. Valdís var eftir heima. Það er vetrarveður og meðan hún er ekki búin að ná sér almennilega eftir lungnabólguna fer hún varlega. Það er frekar kalt að koma á Sólvelli og tekur nokkra stund að fá upp hitann þó fyrsta verkið sé að kveikja upp í kapisunni. Ég var með hálfgert samviskubit yfir að vera ekki heima en við erum þó bæði áhugasöm um að koma byggingar-framkvæmdum áleiðis. Þegar ég var búinn að vera nokkra stund á Sólvöllum hringdi Valdís og sagðist vera á leið í ákveðna verslun með Brynju konu Vals. Það fannst mér gott að heyra. Eftir þessa verslunarferð hringdi Valdís aftur og sagðist hafa haft félagsskap Vals og fjölskyldu og væri búin að hafa þau í kaffi og nú væru þau á leið í bæinn til að líta á ákveðinn markað sem er árlegur viðburður í Örebro og kallast hindesmessumarkaðurinn. Þannig fór það að Valdís hafði góðan félagsskap stóran hluta úr deginum þó að ég væri ekki heima. Ég er þakklátur þeim sem eru góðir við Valdísi. Svo er það þetta að mér var hugsað til Vals í morgun og svo kom öll fjölskyldan í heimsókn til Valdísar. Var það bara tilviljun?

Gangi ykkur allt í haginn.


Kommentarer
Rosa

Það er naumast að það var ferðalag á kellu í gær. Hér var ekki mikið um ferðalög. Fórum í búð að kaupa nýjan bakpoka handa Pétri. That's it. En við fórum líka á pósthúsið að sækja nýja íslenska vegabréfið hans Péturs. Íslensku vegabréfin eru breytt, nútímaleg, en liturinn er ömurlegur. Næstum því fjólublátt. Hver ákveður svona fáránlega hluti?

2007-01-28 @ 13:17:23
Rósa J

Þú ættir að prófa þetta oftar og athuga hvort það virki. Þótt það myndi virka bara í eitt og eitt skipti, þá er það betra en ekkert.
Þú mátt þá alveg hugsa um mig einhvern tímann, það er aldrei að vita nema ég mæti. Hlakka til að mæta á Sólvelli og laga til í skóginum og höggva smá við.

2007-01-29 @ 10:38:53


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0