Þegar nýskan er Þrándur í götu

Stundu gengur betur en aðra daga á Sólvöllum og stundum gengur síður. Í gær var einn af þessum rífandi góðu dögum þangað ég ætlaði að fara að tengja inntakið eins og það verður til frambúðar. Þá vantaði fittings á einum stað og á öðrum stað lak. Svo var tekið vatn í potta og könnur og skrúfað fyrir inntakið og tekin hvíld. Með lista í brjóstvasanum og gamlan krana fyrir garðslönguna í hendi fór ég svo í búð í morgun til að kaupa fittings sem vantaði og ráðgast við lipran búðarmann sem ég kannast við. Svo var ég búinn að tína í körfuna og horfði í síðasta skipti á slöngukranann sem sjálfsagt er yfir 30 ára og ákvað að spara mér þar 145 krónurnar þar sem þessi tenging á krananum væri bara til bráðabyrgða. Það á nefnilega að koma krani út úr vegg gyrir slönguna á Sólvöllum áður en sumri líður og þangað til ætti gamli kraninn að duga. Valdís tók líka að sér að pússa hann með stálull svo að hann mundi nú sæma nýja inntakinu. Svo fór ég ánægður til baka úr verslunarferðinni og lokavinnan hófst við að ganga frá inntakinu og ég pantaði kaffi þegar því yrði lokið (ofdekraður). Svo leit allt voða fínt út og bráðabirgðafótur var settur upp fyrir inntakið. Ég dró djúpt andann og skrúfaði frá. Leiðslan inn í eldhúsið kipptist aðeins við þegar þrýstingurinn kom á og svo varð allt hljótt  -nema. Gamli slöngukraninn lak við eitthvað hallærislegt sjálfvirkt auga neðan á krananum sem á að vatnstæma hann þegar skrúfað er fyrir inntakið. Þetta átti fyrir 30 árum að verja kranann fyrir hugsanlegum frostskemmdum en var greinilega hætt að virka eðlilega. Eftir árangurslausar tilraunir til að stoppa lekann gafst ég upp og eiginlega er inntakið þar með ekki tilbúið. Það er nefnilega skrúfað fyrir það vegna leka og kaffið sem ég hafði pantað smakkaðist alls ekki sem skyldi fyrir vikið. Það er alls ekki meiningin að það standi fötur undir lekum vatnslögnum á Sólvöllum. Á leiðinni heim keyptum við nýjan slöngukrana og hann kostaði engar 145 kr. Hann kostaði 66 kr og mér mistókst hrapalega að spara mér peninga í þetta skipti og tókst í staðinn að verða af með frístundir.

En það er samt margt í góðu gengi á Sólvöllum. Inntakið er þó alla vega orðið öruggt fyrir frostum næsta vetrar, Það er komin rist fyrir sturtuna, rist fyrir framan þvottavélina, frárennslisrör fyrir hana líka, frárennsli fyrir þvottahúsvask, baðhandlaug og reglulegt frárennsli fyrir vask í nýja eldhúsinnréttingu ásamt mörgu öðru sem aldrei hefur fundist á Sólvöllum. Það er nefnilega stór gaman að þessu.

Myndin fyrir neðan er af gamla slöngukrananum sem fer á haugana í næstu ferð þangað.
GB
Þegar nýskan er Þrándur í götu


Kommentarer
Rosa

Þessi krani lítur bara vel út. Synd að hann lekur. Kveðja frá New York, R.

2007-07-16 @ 03:27:18


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0