Ekki í rónni fyrr en.....

Um daginn talaði ég um nískuna í mér þegar ég ætlaði að spara 66 kr með því að nota gamlan krana. Hann auðvitað lak og þar með var inntakið ekki tilbúið. Fyrir mér er allt hálfkák þangað til það er alveg í stakasta lagi. Nú er gamli kraninn kominn til feðra sinna í ákveðinn haug sem á að fara í brotajárnsgáminn næst þegar farið verður með drasl í sortéringu á haugunum. Nýi 66 kr kraninn er kominn í staðinn, vatnsheldur og lipur í notkun. Við fórum sér ferð á Sólvelli í dag eftir vinnuna mína og gerðum þetta í stand. Það þýðir að við getum horft á Allsång på Skansen (Fjöldasöng á Skansinum) með frið í sinni kl átta í kvöld.

Meira um iðnaðarmannavinnu neðar.
GB
Ekki í rónni fyrr en.....


Kommentarer
Anonym

Hwa! Er þetta síðasti kraninn í dalnum? Kveðja, R.

2007-07-18 @ 02:36:16
Guðjón

Það mætti reyndar halda það miðað við alla umfjöllunina hjá mér að þetta sé síðasti kraninn í dalnum eða allavega sá lang merkilegasti á norðurhveli jarðar í aldir.
GB

2007-07-18 @ 08:43:52
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Auja

Hæ hæ gaman að fylgjast með þessu. Styttist í að við komumst í sæluna í Örebro. Lendum í Stokkhólmi föstudaginn 27. nk. og verðum komin til Örebro seinnipart dags.
Hér er ótrúleg hitatala í dag 17 stig og sunnan, ekki þessi leiðinda norðangarri.
Sjáumst
Kv Auja

2007-07-20 @ 11:20:54


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0