Eldri maður benti mér á betri leið

Um daginn var ég í byggingarvöruversluninni K-rauta (koráta) og maður um fertugt sem sagðist vera vanur öllu sem varðar röralagnir rétti mér hvíta rúllu með hvítum borða til að þétta skrúfuganga við röralagnir. Ég hafði þekkt til þessa í áratugi og tók við því sem sjáfsögðum hlut. Svo þurfti ég að tengja plast í stál og notaði auðvitað hvíta borðann. Samskeytin láku. Ég hélt að plastskrúfugangurinn væri hreinlega gallaður og hugsaði bara; bölvað plastrusl. Seinna kom ég í sömu verslun og þá var það eldri maður (greinilega á mínum besta aldri) sem var mér til aðstoðar og hann tók litla pakkningu úr hillu og sagði að þetta yrði ég að hafa líka. Ég velti þessu í hendi mér og hvað haldið þið að hann hafi rétt mér? Jú, ekkert annað en gamla góða rörahampinn ásamt túbu með gamla góða vasilíninu sem á að nudda inn í hampinn þegar hann hefur verið vafinn inn í skrúfuganginn. Er þetta til ennþá? spurði ég undrandi og hann svaraði látlaust; maður á ekki að nota neitt annað. Hvíti borðinn er bara drasl sagði hann einnig. Ég talaði ekkert um lekann á plastskrúfuganginum en þegar ég notaði þessa gamaldags aðferð við þá samsetningu lak ekki meir. Mikið er gott að það eru til fleiri gamaldags kallar en ég. Seinna tók ég Valdísi með inn í þessa búð til að sýna henni þennan fína kall.
GB
Eldri maður benti mér á betri leið


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0