Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Kilsbergin eru þakin grænum skógi frá toppi til táar en samt eru þau blá í fjarlægðinni eins og önnur fjöll. Það er raki í lofti þessa dagana en engin ógnar úrkoma hér um slóðir. Gróðurinn er sterkgrænn og safamikill. Samt er gamla túnið á myndinni ekki mikið grænt enda er hann Arnold ný búinn að slá það. Hann slær það einu sinni á ári og fær reikninginn greiddan af EU. Heyið hirðir hann ekki. Að slá þetta tún tilheyrir stefnu sem kallast "opið landslag" og miðar að því að skógur fái ekki að loka fyrir útsýni á vissum stöðum. Við Valdís fáum að njóta þessa og sjáum því til Kilsbergen um ókomna framtíð. Ég var einn á Sólvöllum þegar Arnold sló túnið og ég bauð honum í kaffi. Yfir kaffinu ræddumst við við sem vísir menn. Hann sagði hann að fyrri eigandi Sólvalla hefði alltaf boðið sér í kaffi þegar hann sló túnið. Þeirri hefði verðum við Valdís að sjálfsögðu að viðhalda.
GB
Fjarlægðin gerir fjöllin blá


Kommentarer
Rosa

Þetta er góð hefð. Kveðja, R

2007-07-07 @ 19:48:59
Guðjón

Alveg þrælgóð hefð já. Að hugsa sér ef útsýnið væri alveg lokað af trjám eins og reyniviðnum sem er næstur til hægri á myndinni. Þá hefðum við aldrei eignast Sólvelli -ekki haft áhuga. Alveg frábært að hafa skóginn að baki húsinu og útsýnið framan við.
GB

2007-07-07 @ 21:48:20
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0