Þokast áfram á Sólvöllum

Þversnið af nýju gólfi á Sólvöllum. Bitarnir sitt hvoru megin komu úr Sólvallaskóginum og eru 2 sinnum 8 tommur. Þeir eru tjargaðir að hætti eldri manna. Einangrunin er 19 sm og efst er límd og skrúfuð 22 mm spónaplata. Þetta er nú magnaðasta gólf sem ég hef unnið við. Þriggja tommu einangrun þótti mikið þegar byggt var í Sólvallagötunni í Hrísey en hér er það tæpar 8 tommur. Mikið verður gott að sitja á klóinu með 8 tommu einangrun undir yljunum. Gólfið á myndinni er forstofugólf en myndin er tekin þaðan sem um næstu helgi kemur baðgólf. Svona áfangar eru afar skemmtilegir.
GB
Þokast áfram á Sólvöllum


Kommentarer
Rosa

WOW! Óttalega er þetta flott hjá þér, pabbi minn! Það væri flott ef allir myndu byggja svona vel. Þá þyrfti ekki að rífa hús og byggja upp á nýtt eins og í Hammarby Sjöstad. Kveðja, R.

2007-07-13 @ 10:35:33


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0